spilaði Golf alla helgina

Hæ hæ

Nú er mánudagur 7. júlí

og ég auðvitað í vinnunni. Helgin var í allastaði frábær spilaði golf alla helgina með mömmu. Sindri fór til pabba síns á laugardags morgununn og við skelltum okkur í golf í 22 stiga hita og sól þetta var eins og á spáni Sigrún mín rölti með okkur og var hún með vasadiskó með í för og ekki sýndist mér henni leiðast, hún söng og dansaði og fékk að pútta. Við skelltum okkur svo í sund seinnipartinn og maður meiri segja lá í sólbaði uppá bakkanum og þegar við löbbuðum heim fór sigrún úr að ofan, við vorum að stikna úr hita. Við fórum svo yfir á hofsós og grilluðum kl. 22 um kvöldið með Dísu og fjölskyldu. Við komum ekki heim fyrr en um miðnætti og tók helling af myndum af sólarlaginu. það var geggjað veður þennan dag.  Ég hitti Hjört Jónsson bekkjar bróður minn í golfinu og hann spurði mig hvort ég væri ekki inná facebook.com . Ég var nú einu sinni búin að koma þarna inn en ekki skráði mig. Ég var greinilega ekki nógu forvitin þá. En ég skráði mig í morgun og þetta er nú bara skemmtilegur vefur. Við fórum svo aftur í golf á sunnudeginum og þá var svarta þoka en við létum nú það ekki á okkur fá og spiluðum í 2 1/2 tíma. Mér finnst þetta rosalega skemmtileg íþrótt nú vitum við hvað ég geri í ellinni.Hí hí

Alexsandra vinkona Sigrúnar gisti hjá okkur í nótt. Þær fóru svo í sumartím í morgun. Við ætlum svo að skella okkur í rabbara týnslu eftir vinnu. Sindra er væntanlegur heim til sín um 16 hann var hjá pabba sínum.

Jæja læt þetta duga í bili.

Þorgerður (golfari)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband