Keypti handlóð og íþróttaskó í gær.

Góðan daginn!

Það var vaknað auðvitað eldsnemma í morgun og var það Sindri þar aftur á ferð. Hann er nú ekkert fyrir því að koma og kúra hjá mömmu sinni heldur en það bara fram úr rúminu mamma. Já já ég druslaðist framm úr og tók mig nú til og fór og setti upphitunarspólu í tækið og byrjaði í upphitun svo setti ég aðra í sem heitir með lóðum og fór í smá trimm. Þetta tekur vel á.  Svo kom Sindri inn og prílaði uppí rúmið til systursinnar og vakti hana með hoppum og læti...........huggulegt eða þannig.

Við fórum svo öll og fengum okkur að borða ab súrmjólk með heimalöguðu múslí og sykurlausri sultu úti hjá mér en hinir fengu með ceriosi.

Tók jú eftir nokkrum bólum á Sindra. (er ganga víst hlaupabóla) Sigrún á líka eftir að fá.

Það er orðið nú huggulegt hjá henni Siggu og Sillu þarna í sundinu hjá okkur, það voru hellingur af fólki þegar ég kom heim í gær og var að þökuleggja. Ég ákvað nú að vera ekkert fyrir þeim og fór að slá garðinn minn. Hann frá ríp ætlar að koma eftir helgina og krafsa þarna hjá mér og við ætlum að þökuleggja þar sem snúrurnar eru. þá verður þetta huggulegt hjá okkur.  Sindri var nú líka en hún Maríanna Margeirs var að líta eftir honum í gær, hún ætlar að passa aðeins fyrir mig í sumar til að ég geti nú komist í trimmið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrikalega eru dugleg... þú stendur þig vel.

hér liggjum við Árni í kvefi og hóstum í kór.

heyrumst.. 

Ásta Kristín (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband