17.6.2008 | 19:05
17. júní . Gleðilegan þjóðhátíðardag.
Hæ.,hæ
17.júní í dag og var drifið sig í skrúðgöngu í hávaða roki og sól margt fólk lét sér nú ekki vanta og var gengið frá kaupfélaginu og að sundlaug og gengið inná íþróttavöllin, manni fannst nú vera svolítið eins og kóngafólki þegar maður gekk inn með skrúðgöngunni í gegnum völlinn. Hátíðarræðan flutt og fjallkonan flutti ræðu og var hún Steinunn fjallkonan. Gunni og Felex skemmtu og mikið hlegið og krakkarnir voru drifnir út á völl í leik. Sveitastjórnin voru með svuntur og grilluðu hjá bókasafninu og mynduðust miklar biðraðir eftir kjöti og pylsum. Skátarnir voru með tívolí og skemmtu börnin sér vel í rokinu. Við hittum auðvitað mikið af fólki, Dóra og fjölskyldu, Kristínu og fjölskyldu og Ragnheiði og börnin, og marga fleiri. Við fórum svo til mömmu í pönnukökur þar voru Lilla og Jón og Þórey ská frænka. Svo verður matur í kvöld hjá hótel múttu. Svo förum við að skreyta kökur og undirbúa daginn á morgun. Sigrún Þóra verður 8.ára og verður boðið til veislu í Gilstúnið.
Jæja læt þetta duga í bili
Kveðja!
Þorgerður,Sigrún Þóra og Sindri Snær
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.