Hlusta á börnin sín...

Neituðu að trúa dóttur sinni

mynd

Foreldrar 9 ára stúlka á Blönduósi sem var fyrst til þess að sjá ísbjörninn sem veginn var á Þverárfjalli í liðinni viku trúðu henni ekki og töldu um fjörugt ímyndunarafl barns væri að ræða. Þetta kemur fram í héraðsblaðinu Feyki og er gefið út í Skagafirði.

Karen Sól Káradóttir var í bíl með foreldrum sínum þegar hún sá ísbjörninn. ,,Við vorum stödd akkúrat á þessum gatnamótum þar sem björninn var daginn eftir og hún segir aftur í bílnum að hún hafi séð ísbjörn. Við hins vegar héldum að barnið hefði séð hvítan hest og gerðum ekkert frekar í málinu," segir Kári Kárason faðir Karenar Sólar. ,,Þetta kennir okkur foreldrum kannski að hlusta betur á börnin okkar," bætti hann við í samtali við Feyki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

æi ég veit ekki hvort ég hefði tekið Ölmu trúanlega ef hún hefði sagt mér að það væri ísbjörn í göngutúr uppi í brekku. Ég ætlaði nú aldrei að trúa þessari frétt og hélt að þetta væri bara eitthvað djók. En auðvitað eigum við að hlusta betur á börnin okkar

Kristín Guðbjörg Snæland, 13.6.2008 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband