Sumar, sumar og sól hljómaði ekki eitthvað lag þannig!

Hæ, hæ

Hér er maður innilokaður í vinnunni og úti er sól og gott veður. Það er komin miðvikudagur og helgin framundan. Það er orðið skógivaxið af fíflum í garðinum svo maður er tilneyddur að fara að slá og verður helgin væntanlega notuð í það. Eins og flestir vita þá er garðurinn minn ekki stór. Það er líka eitthvað hreinsunar átak hjá Sveitarfélaginu svo það verður öllu hent út á götu og þeir hirða.

Sigrún var í bekkjarferð í dag með skólanum, þetta er með síðustu dögunum í skólanum. Það verður skólaslit á föstudaginn og svo er hún komin í sumarfrí. Hún mun vera í Sumartím sem er boðið hér uppá í okkar sveitarfélagi. Reiðnámskeið,fótbolti,skartgripagerð,veiða,öðruvísiíþróttir og margt fleira. En hún er nú að fara til Danmerkur í viku með Afa sínum og Margréti og fjölskyldu hennar. Hún er nú að fara frá mér 6.júni og flýgur út 7.júní hún er löngu farin að telja niður á dagatalinu.

Sindri Snær er búin að fá inná leikskóla í ágúst og byrjar hann 18.ágúst í aðlögun.  Það gengur vel hjá dagmömmunni, rosagaman alltaf hjá þeim. Ótruglegt að hann sé að verða 2.ára

klukkan orðin 16 og tími til að fara að sækja börnin.

kveðja Þorgerður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Það verður æðislegt fyrir hana aSigrún Þóru að fara til Danmerkur, hún á svo góðan afa sem tekur hana með.

Hafið það gott.... sjáumst kannski fljótlega.

Linda litla, 28.5.2008 kl. 16:12

2 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Gangi þér vel að slá garðinn. Ég sló okkar á miðvikudaginn og um helgina ætlum við að fara til tengdó og slá fyrir þau. Þar eru fíflarnir einmitt orðnir mannhæða háir. Góða helgi.

Kristín Guðbjörg Snæland, 30.5.2008 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband