23.5.2008 | 12:07
Áfram Ísland (Euróvison) á laugardagskvöld.
Sælt verið fólkið.
Nú er pabbahelgi hjá Sindra og er hann að fara á eftir með Ömmu Auði og Óla í húsbílnum og verður það örugglega gaman fyrir litla prinsinn. Við Sigrún ætlum að skella okkur í bústað um helgina ásamt fólki sem við þekkjum. Það verður kíkt á sauðburð sem er örugglega langt komin það er um 800 kindur þar á bæ held ég. Svo verður bara afslöppun, spilað, borðað og eitthvað meira.
Sindri Snær tókst nú að skemma gleraugun mín einn morguninn, kom alveg skælbrosandi til mömmu sinnar með gleraugun bogin, eitthvað tóskt mér að rétta þau aðeins en ég gat nú lítið notað þau og hringdi í gleraugnabúðina í rvk og sendi þau suður í pósti. Vona að geta notað þau aðeins meira venga þess að ég á nú ekki marga peninga þessa daganna.
Svo verður væntanlega horft á Eurovison á laugardagskvöldið í bústaðnum.(það er sjónvarp)
Kveðja Þorgerður.
Athugasemdir
Áfram Ísland...... og vonandi reddast þetta með gleraugun! Hefurðu tékkað á tryggingunum? Kannski geturðu fengið þau bætt.
Kristín Guðbjörg Snæland, 24.5.2008 kl. 10:18
Innlitskvitt
Linda litla, 25.5.2008 kl. 04:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.