25.4.2008 | 09:08
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!!
Hæ,hæ
Sigrún mín er lasin og líka lasin í gær á sumardaginn fyrsta, nú er hún hjá ömmu sinni í dag. Við fórum nú aðeins á rútninn í gær og ætluðum að sjá skrúðgönguna en það var nú ekki margt fólk að sjá, hélt að við bjuggum í stærri bæjarfélagi þetta var eins og í draugabæ það hefur verið 15-30 manns í göngunni fyrir utan skátana og reiðfólki. Við fórum svo í grill til mömmu í gær...mmmmmm hvað grillmatur er alltaf góður.
Í morgun var vaknað kl:06 og Sindri ekki lengi fram og ég rölti á eftir. Við fórum að fá okkur að borða og klæða okkur. Svo var frúarhjólið tekið og Sindri settur í sætið sem við fengum lánað hjá Kjartani og Sigurlaugu þau komu á skógargötuna og settu stólinn á hjólið, ekkert smá almennileg takk,takk Sindra fannst þetta nú ekki slæmt, sagði bara já og kinkaði kolli við þurftum að fara á shell og pumpa í dekkið en þá var ekki til f/hjól svo við máttum hjóla á hálf linum dekkjum. Svo þetta varð svona frekar þungt að hjóla en ég skrepp yfir á N1 til að athuga hvort þeir eigi pumpu f/hjól.
Jæja ég ætla að hætta þessu og halda áfram að vinna.
Þorgerður
Athugasemdir
Gleðilegt sumar skvís. Ég hugsa að ástæðan fyrir slæmri mætingu í skrúðgönguna hafi að hluta til verið sú að hálfur bærinn liggur í flensu þessa dagana. Manni skilst það að minnsta kosti. Ég hef nokkrum sinnum farið og þá hafa verið svona um 50 manns líklega en ættu auðvitað að vera fleiri.
Kristín Guðbjörg Snæland, 27.4.2008 kl. 15:27
Gleðilegt sumar til ykkar á Krókinn.
Linda litla, 29.4.2008 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.