Mikið gert um helgina

Hæ, hæ

Já ég prufaði að elda skötuselinn og ég auðvitað breytti og bætti uppskriftina. Ég setti í sviga á fyrri bloggsíðu minni því sem ég mætti inní.mmmmmmmmmmm þetta var mjög gott.

Sindri Snær var hjá pabba sínum hér á Sauðárkrók og gistu þeir feðgar ásamt dóttir Ægis hjá ömmu Auði og Óla.

Við mæðgur og vinkonu Sigrúnar fékk að koma með okkur í sveitina(hofsós) kalla það nú hálfgerða sveit.

Og var ýmislegt brallað það var geggjað veður um helgina. Þær fengu að fara með afa Þórhalli í vatn og sækja einhvern fisk og hittu þau hvolpinn á bænum. Meðan fór ég á bílablanið og þreif bílinn, auðvitað beið mín brúsi af sápu, svo bíllinnn glansaði vel á eftir.  Svo var brunað í höfuðstaðinn hofsós og farið labbandi niður að flotbryggju þar sem afi þórhallur beið með björgunarvesti handa dömunum og stukku þær stöllur um borð. Þetta var nú svona lítill blast bátur með mótor, sem ekki má standa mikið í. Ég auðvitað lét mig ekki vanta og kom með við sigldum eitthvað fram og svo var mikið fiskað og aðalega kom þorskur og ein ýsa. Stelpurnar skemmtu sér alveg konunglega, mikið hlegið og hjálpsemin vantaði ekki hjá  þeim. Þær hjálpuðust að draga inn og oft var þungt á stönginni svo við hjálpuðum til ég og pabbi. Pabbi fór svo að blóðga fiskinn og tók innyflin úr og þær fengu að gefa fuglunum.........voða gaman.

Svo var haldið af stað í land og gegið frá fisknum. Þær náðu einhvern vegin að veiða krossfisk sem þórhallur afi veiddi og ætla þær að sýna í skólanum í dag. Þær fóru svo í fjöruferð og fundu þar ýmislegt, krabbafætur,skeljar, steina og margt fl. Þær fóru svo að telja flöskur og sortera. Það var sko mikið gert.  Svo var farið að huga að kvöldmat og þær fengu að búa sér til sitt eigið saltat og borðuðu með bestu lyst ásamt ýsunni og þorsknum sem var grillað með smá aromati í álpappir. Pabbi spilaði nokkur lög á harmanikkuna mikið fjör. Við borðum skötuselinn mmmm mjög góður og svo var grísasneiðar í aðalrétt ásamt ýmsu meðlæti.

Daginn eftir sem sagt sunnudagurinn var vaknað um 8:30 það er nú fyrir mér að sofa út. Ekkert sjó veður en þá var farið í Þrastastaði til ömmu og afa. Hittum þar Dídí sem var í fjárhúsunum og hestana, kindurnar og hrútana.

Svo var brunað heim um hádegisbil og Sindri sóttur. Við auðvitað skelltum okkur í sund og var sundlauginn troðfull af fjölskyldufólki það var geggjað veður, en það er nú bara 20.apríl vonandi fer vorið að koma og sumarið.

Jæja ég ætla að láta þetta duga í dag.

kveðja Þorgerður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott blogg, greinilegt að þið hafið gert margt skemmtilegt um helgina! Biðjum að heilsa í bæinn!

Vala og Valdís (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Linda litla

Það hefur verið nóg að gera hjá ykkur mæðgum um helgina.

Linda litla, 21.4.2008 kl. 13:36

3 identicon

En gaman hjá ykkur

Þóra Björk (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband