18.4.2008 | 15:42
Grillað um helgina!
Hellú.
Leiðist í vinnunni eiginlega ekkert að gera. Það var verið að bjóða uppá vöfflur með ís og sultu.....mmmmmmmmmmm ekki slæmt.
Bara búin að vera að flakka inná netinu sem maður er nú eiginlega búin að fá nóg af, maður er hér við tölvunna í vinnunni alla virka daga og reynir maður að finna uppá einhverju skemmtilegu. leikjanet,femin,visir.mbl...og marga aðra vefi sem maður flækist inná. Ég er tildæmis búin að vera leita af uppskrift af skötusel og viti menn ég fann eina auðvitað inná google. Beikonvafinn skötuselur á spjóti hljómar allaveganna vel, ætli ég þurfi ekki að bæta samt einhverju saman við. Ég er þannig breyti alltaf uppskrift.
Hráefni.
700.gr skötuselur skorin í u.þ.b 40g bita
1 -2 dl ólífuolía ríflega
1.tsk. oregano þurrkað
200.gr beikon í sneiðum(má sleppa það líkar ekki öllum beikon)
200.gr sveppir
2 stk tómata sem ég skar niður í báta
8. stk ferskar döðlur
1.stk rauðlaukur (notaði hvítlauk í staðinn)
smá sítronusafa
worccstersósa 1.tsk (ætli ég hafi ekki notað 3-4 tsk)
balsamiedik 1. tsk (það fór aðeins meira 2-3 tsk)
smá salt og pipar stráð yfir.
(setti rósmarinlaufin útí marineringuna
og saxaði niður hvítlauk og setti útí.
Rósmaringreinar/grill pinna setja þá í vatn áður í heitt vatn til að þeir brenna ekki á grillinu )til að stinga fisknum uppá ásamt grænmetinu.
Undirbúningur: blandið saman olíunum-edik og wprccster smá sítrónusafa og oregano. Hrærið vel saman við. Leggið skötuselsbitana í og látið marinerast í 1.klukkutíma í kæli. Afhýðið og skerið rauðlaukinn/hvítlaukinn í báta og takið stilkinn úr sveppunum, skera tómatana í báta.
Matreiðsla: Vefjið 1 beikonsneið utan um hvern skötuslesbita.eða sleppið, setti beikonið ekki uppá alla bitana. Þræðið upp á grillpinnana til skiptis beikonvafða fiskbitana,sveppina og laukinn. 4 fiskbitar ættu að vera á hverjum pinna. Penslið með marineringunni og stráið salti og pipar. Gillið á útigrilli í 3 min á hvorri hlið. Penslið með marineringunni af og til.
Framreiðsla: Berið fram með kryddhrísgrjónum, salati og kaldri hvítlaukssósu.
Hlakka voða til að prufa læt ykkur prufa.
Góða helgi!
Þorgerður
Athugasemdir
Uppskriftin lítur ekki illa út. Prófaðir þú hana um helgina ?
Kveðja á krókinn.
Linda litla, 20.4.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.