9.4.2008 | 09:16
Mig dreymdi draum!
Góðan daginn!
Mig dreymdi skrítin draum. Ég var að koma frá útlöndum og stoppaði í fríhöfninni og þar voru slagsmál sem ég komst nú reyndar framhjá en svo ætlaði ég að kaupa tvær beljur og 4 stóla og eitthvað glingur. Ég var heillengi þarna inni en fór nú að hugsa um hvað fólkið mitt myndi nú segja ef ég skildi nú birtast með beljur heim á hlað. Er einhver þarna úti sem getur þýtt þennan draum fyrir mig???
Ég var að lesa mig til inná einhverju bloggi sem ég sá í morgun og rakst þar á grein, það var gömul kona sem lét draum sinn rætast og fór í skóla til að taka stúdentinn, hún var 87.ára og varð vinsælasti nemandi í skólanum, fólk bar virðingu fyrir henni. Hún hafði flutt lokaræðu til nemenda:
Við verðum gömul af því að við hættum að leika okkur.
Það eru aðeins fjögur leyndarmál til að halda sér ungum, vera ánægður og ná árangri.
Þú verður að hlæja alla daga og sjá spaugilegar hliðar á öllum hlutum.
Þú verður að eiga þér draum. Ef þú átt þér ekki draum þá áttu ekkert líf. Það eru svo margir lifandi dauðu lífi en fatta það ekki.
Það er engin gleði, enginn draumur.
Engin tilbreyting. Það er mikill munur á því að eldast og vitkast eða bara að eldast og verða gamall.
Ef þú ert 19 ára,liggur í rúminu, gerir ekkert af viti í heilt ár, þá verðurðu auðvitað tvítugur ári seinna.
Og ef ég er 87 ára og ligg í rúminu í heilt ár, þá verð ég auðvitað 88 ára, einu ári seinna.
Allir geta elst. Það þarf enga hæfileika til þess eða hæfni.
Best er þó að eldast með því að finna hvernig tíminn sem líður er tækifæri til breytinga.
Þá er hreyfing á lífi þínu en ekki stöðnun.
Lifðu þannig að þú gerir alltaf þitt besta, aldrei að sjá eftir neinu.
Þegar eldra fólk lítur tilbaka sér það sjaldnast eftir því sem það gerði í lífinu heldur því sem það gerði ekki.
Þeir sem óttast dauðann eru yfirleitt þeir sem láta ekki drauma sína rætast, þeir lifðu ekki til fulls.
Í lok ræðunnar söng Rósa og hvatti nemendur til að vanda hvern dag sem þeir lifðu.
Lifa 100% lífi, eins og sá dagur væri sá síðasti.
Viku eftir útskrift lést Rósa í svefni, hún sofnaði mjúklega inn í himnaríki.
Yfir 2000 nemendur fylgdu henni til grafar og sýndu orðum hennar virðingu;
Framfylgja draumnum sínum
Kveðja draumkonan (þorgerður)
Athugasemdir
Ég kann ekki að ráða drauma Þorgerður, en eitthvað hlýtur það að merkja að dreyma að þú kaupir þér tvær beljur.
By the way... hvar hafðir þú hugsað þér að geyma þær ?
Eigðu góðan dag.
Linda litla, 9.4.2008 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.