Páskar-aðlögun inná á Akureyri

Sælt verið þið gott fólk.

Við erum hér inná Akureyri, Sindri Snær er í aðlögun hjá pabba sínum og fékk allt vel í gær. Við komum um 13 og fórum um 17:30 það var ýmislegt gert, farið á róló og mikið sullað í pollum eins gott að maður var klæddur í pollagalla annars hefði hann orðið blautur. Svo bauð Ægir(pabbi sindra) okkur inná kaffihús og það var heitt kakó á línuna svo var farið og sjá stóra snjókarlinn sem var búið að gera á torginu og haldið heim á leið. Við stoppuðum í smá stund heima hjá Ægi og svo kvöddum við og fórum til Rögnu og Kobba þar gistum við.

Í morgun var vaknað um 7 og ekki lengi verið að liggja og hafa það kosý, Sindri hershöfðinginn skellti sér fram og ég á eftir og krabbi(er gulur bangsi sem sindri dröslar mikið með) við fórum og fengum okkur að borða og svo vaknaði Amanda yngsta dóttirn Rögnu og Kobba og það var skellt sér inní stofu og hlustað á barnalög...mikið fjör. Svo fóru hinir að tínast framm. Sigrún og Blædís skelltu sér að horfa á barnatímann. Ég og Sindri fórum  um kl.10 til pabba sindra og hittum þar Gunnar og Auði og var Sindra tekið vel. Ég stoppaði um stund og fór um leið og þau fóru útí búð og sindri greip gula krappa og frétti áðan að hann hafi lent í pollum svo hann er á leið í þvottavélina. Svo Sindri kyssti mömmu sína og fór með pabba sínum í búðina. Særún,Gústi og krakkarnir ætla að kíkja í heimsókn til Ægis í dag og þar fær sindri að hitta Þorstein frænda sinn og Selmu og Þórdísi, verður örugglega voða gaman. Svo kemur Sindri heim á morgun á krókinn .

Jæja við skutlurnar ætlum að skella okkur í skautahöllina á skauta. Og svo verður örugglega brunað heim á leiði í skagafj.

 

kveð að sinni

Þorgerður, Sigrún og Sindri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Það er nóg að gera á Akureyri hjá litlu fjölskyldunni þinni, vonandi gengur vel hjá feðgunum og að Sindri aðlagist vel.

Hafðu það gott Þorgerður mín, kveðja á Krókinn frá okkur Kormáki.

Kv. Linda

Linda litla, 22.3.2008 kl. 11:41

2 identicon

hæ hó

við vorum á ak um páskana, komum heim í gær.. hefði verið gaman að hittast með krakkana - ef við hefðum vitað af ykkur ;) farið vel með ykkur, páskakveðja

rjúpnasalagengið :)

sandra hans sverris (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 09:48

3 identicon

Sæl Sandra við hittumst alveg örugglega um næstu helgi í fermingunni hjá Guðlaugu, já það hefði verið gaman að hitta ykkur inná ak.

kveðja Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær

Þorgerður (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband