19.3.2008 | 15:21
Páskar- og frí framundan
Hæ,hæ
Hér er allt ágætt að frétta ég er í vinnunni og nóg sem sagt að gera en samt smá tími f/blogg á milli símtala.
Ég fór sem sagt inná Akureyri að ganga frá ákveðnu máli, og skrapp aðeins í nýja rúmó og leiðst vel á gat aðeins eytt smá peningum og skrapp aðeins í bónus sem ég hefði nú átt að sleppa, vá hvað var mikið af fólki og biðröðin sem myndaðist við kassana eins gott að ég var bara með litla körfu og mér var hleypt fram hjá af elskulegum manni sem var með troð fulla körfu sjálfur auðvitað þakkaði ég honum fyrir.
Sigrún Þóra var hjá henni Ásthildi vinkonu sinni og Maríu Björku og var farið í fjallið á skíði sem sigrún hefur nú ekki verið neitt á í tvö ár og gekk mjög vel og svo var farið í sund og stelpan kom ekki heim fyrr en um 21 og var hún dauðþreytt og ekki lengi að sofna og fékk að sofa út í morgun og skrapp svo til hennar Heru sem býr hérna í götunni hjá okkur. Ekki veit ég hvar við værum hef við hefðum ekki þessa frábæru fjölskyldu. Þau Sirrý og Ásbrjörn takk fyrir að nenna að hafa Sigrúnu hjá ykkur, takk ,takk. Met þetta mikils að Sigrún getur hoppað þarna til ykkar meðan að ég er í vinnunni.
Allt gott að frétta af Sindra Snæ, hann var hjá mömmu eftir dagmömmuna í gær og beið í glugganum þegar ég kom á hlaðið og svo var hlaupið í fangið og sagt mamma svo notaleg tilfinning. Sindri fer svo í aðlögun hjá pabba sínum um páskana föstud og laugard og við förum saman og hann fær að gista eina nótt og kemur á sunnudaginn heim aftur. Við ætlum að gista hjá vinkonu og gera eitthvað saman, skreppa kannski á skauta og í sund kemur allt í ljós.
Svo verður kannski farið í bústað á laugard og heim aftur á Sunnud, fer eftir því hvað verður eftir af bensínunu og hvort ég nenni.
Jæja nú kveð ég og óska ykkur gleðilegra páska og vona að þið hafið það sem allra best.
Kveðja Þorgerður.
Athugasemdir
Gleðilega páska snúllurnar ykkar
Linda litla, 19.3.2008 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.