Hæ, hæ langt síðan að ég hef bloggað.
Ég hef nú ekki verið í neinu stuði þessa mánuði.
Ég tók mig nú til í gærkveldi og tók hillusamstæðuna sem er inní stofunni í sundur og byrjaði að pússa og mála fyrstu umferð í gær. Langar í einhverja tilbreytingu. Hún verður hvítmöttuð á litinn. Ætla að kaupa aðrar höldur inná Akureyri á fimmtudaginn þegar ég fer í vikunni. Svo þarf ég að losna við þetta stóra eldhúsborð og fá mér minna af því að húsið mitt er ekki stórt svo verður kjallarinn tekinn í gegn um helgina eða um páskanna. Held að Þóra systir ætli að koma svo aldrei að vita hvort væri hægt að þræla henni eitthvað út....
Af Sigrúnu Þóru er allt gott að frétta hún er í fótbolta 2 sinnum í viku og finnst rosalega gaman. Hún ætlar að fá að labba ein heim í dag og er með lykil þetta er nú bara klukkutími þangað til að ég kem. Þau eru að æfa leikritið draumurinn í skólanum sem verður sýndur eftir páskana eða í byrjun apríl.
Af Sindra Snæ er allt gott að frétta hann er hjá Maríu dagmömmu á daginn og þar er fjör á hóli þar eru Arndís, Emilía, Gabríel og Sindri alltaf voða gaman. Strákarnir í hópnum þeir Sindri og Gabríel eru oft miklir prakkarar og mikið hlegið. Þau eru mikið úti. Eftir að ég kem og sæki hann þá hef ég tekið eftir því að hann vill bara fara heim ekkert að fara í heimsóknir með mömmu sinni bara strax heim gott að vera heima.
Jæja það bíður mín stór bunki af heimilsfangabreytingum
Kveðja Þorgerður
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.