Engin Jólakort send út í ár/jólakveðja frá blogginu......hó,hó

hó,hó.hó

Þetta árið verður ekki send út nein jólakort, árið í ár er búið að taka sér stakkaskiptum og fækkað í fjölskyldunni. Um síðustu jól voru um 300 pakkar undir jólatréinu en í ár verða færri þau eru tvö börn á heimilnu í ár en í fyrra voru þau 4. Svo þetta verða rógleg jól. Við fluttum til danmerkur í lok júní og þetta mætti kannski kalla það langt sumarfrí vegna þess að ég flutti hingað á klakann aftur í september með börnin tvö.  Eins og flestir vita hættum við Ægir saman.  Litla fjölskyldan fluttum inná hótel mömmu í nokkrar vikur og gekk sú sambúð vel. Og svo erum við flutt í húsið okkar á skógargötunni.  Mamma stóð sig nú alveg frábærlega en nú er konan að fara til sólarlanda yfir jól og áramót ásamt þóru systir. Í fríi frá okkur.........he.he

Mig langar að þakka pabba fyrir alla hjálpina og Mömmu og Þóru systir, Arndísi vinkonu og vinum , takk fyrir að hafa verið til staðar.

Mig langar til að senda vinum og ættingjum GLEÐILEG JÓL OG FÆRSÆLT KOMANDI ÁR OG VONANDI VERÐA FLEIRI BLOGG FÆRSLUR OG FLEIR MYNDIR INNÁ BARNALANDI Á NÆSTA ÁRI.

JÓLAKNÚS !

ÞORGERÐUR , SIGRÚN ÞÓRA OG SINDRI SNÆR

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já það hafa orðið mjög miklar breytingar hjá ykkur, en dugnaðurinn leynir sér ekki og er flott að sjá hversu vel þú hefur staðið þig. Þú átt bara heiður skilið fyrir það.

Vonandi sjáumst við fljótt eftir jólin

bara endilega njótið þess að vera saman á svona skemmtilegum tíma

jólakveðja Guðbjörg (snægili 7) 

Guðbjörg Björnsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 12:55

2 identicon

Heil og sæl Þorgerður og börn,

gleðileg jól og farsælt komandi ár, við þökkum liðnar stundir.

Kær kveðja, Dóra, Árni og börnin.

Dóra Ingibjörg og co (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 13:36

3 identicon

Sæl frænka

Viltu hringja í mig eða senda mér símanúmerið þitt aftur kv. Sigríður

Sigríður Gylfadóttir (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband