18.11.2007 | 19:25
Nýja þvottavélin
Hæ,hæ
Það var vaknað eldsnemma í morgun á slaginu 7:10 og það var drifið sig fram og Sindri Snær vildi sína súrmjólk með hafrakoddum, svo var aðeins verið að mála á borðið og klínt í hárið með súrmjólk mmmmmmmmmmm . Svo var horft á söngvaborg með Masa og félögum.
Húsfreyjan á bænum fór að taka upp úr kössum, og niður í kjallara til að þvo í nýju þvottavélinni sem ég fékk á útsölu í skaffó. Ég hélt nú að það væri nú bara hægt að stinga henni í samband, jú maður þurfti að þvo einu sinni án fatnaðar. Mín sem sagt setti föt í vélina og stillti á 40 gráður....dísess þegar hún byrjaði að vinda þá fór allt á ferð og þvottavélinn hrisstist ekkert smá mikið...hélt á tímabili að hún ætlaði að taka sig til flugs. Hringdi neyðarhringingu til pabba sem veit nú ýmislegt, þá sagði hann að ég ætti eftir að taka einhverja öryggistappa úr vélinni. Mín fór að lesa sig til á dönska bæklingnum sem fylgdi vélinni byrjaði að skrúfa 4 skrúfur úr vélinni og setti fjóra plasttappa og gat nú þvegið. Maður á nú að fá svona upplýsingar´í búðinni að það þurfi að taka þessa tappa úr vélinni áður en maður byrjar að þvo, ekki vissi ég þettta kannski er ég bara svona mikil ljóska.
Sunnudagurinn að enda og við vorum í matarboði hjá mömmu og fengum lambahrygg ásamt öðru meðlæti..það fór sem sagt engin sósa á diskinn heldur soðið grænmeti og ein litið kartafla og auðvitað kjötið.
Jæja læt þetta duga í bili.
Kveðja húsfreyjan og brjálaða þvottavélin.he,he
Athugasemdir
Gott að vera komin heim HEIM, gera fínt þó svo að það sé lítið þá er það svona endurnýjun á heimilinu. Ný þvottavél, eldavél og sturta er nú bara slatti svo að ég tali nú ekki um að skreyta ég er öll með því enda byrjuð búin að setja jólagard. í eldh. og ljós hér og þar ELSKA JÓLIN OG SKRAUTIÐ. Ég hef fulla trú á þér í danska gangi þér vel.
Velkomin heim á Skógargötuna ;)
Kv. I og co
Ingibjörg Ásta (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 09:07
hæææææææææ elsku systir,
gvuð hvað er gott að þú ert byrjuð að blogga aftur.
Það er svo langt á milli Skógargötu og Miklubrautar
kveðja
Þóra Björk
Þóra Björk (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 18:50
Hæ elsku frænka, já ég tek undir með Þóru í öllu nema ég set "Laugarnesvegur" í staðinn fyrir "Miklabraut".
Ég fylgist alltaf með þér ljúfust og vona að þér og þínum líði alltaf sem BEST!
Knús,
gjv og co
Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 01:07
Til hamingju með nýju þvottavélina
Linda litla, 20.11.2007 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.