16.11.2007 | 08:43
Aftur að blogga.
Hæ, hæ já það er langt síðan að ég settist og bloggaði.
Það er margt búið að breytast síðan að ég var hér og bloggaði, eins og kannski flestir vita þá hætti ég með Ægi og flutti heima aftur á klakann. Ég er búin að búa hjá mömmu,eða hótel mömmu réttara sagt. Mamma flúði svo okkur og skrapp til útlanda í sólina, þvílíkur lúxus hjá henni en er nú að koma heim um helgina.
Er flutt í húsið mitt á Skógargötuna eftir smá litlar breytingar, fengum okkur nýja sturtu vegna þess að hin virkaði ekki nema nuddstútarnir ekki gerir nú mikið bara með þeim. Fengum gefins notaða eldavél og strákarnir hjá tengli ætla að koma á eftir og setja innstungu í vegginn. Hin innstungan var nú ekki innstunga, heldur einhver kassi með vírum og frekar brunninn eins gott að það kveiknaði ekki bara í eldavélinni meðan að ég er búin að búa í húsinu, held að sé komin um 6.ár.
maður fer svo nú bara að hengja upp jólaskrautið í leiðinni....................hí,hí það eru að koma jól.
Jæja nú er ég komin í heilsuátak með danska kúrnum og ætla að setja mér það markmið fram á 8.des þá er jólahlaðborð með íbúðalánasjóð svo verður annað ákveðið. Byrja með lítið markmið, hef verið að lesa mig til um. Svo þið fáið að vita um mig hvernig mér gengur.
Byrjaði sem sagt á þriðjudag og keypti mér tölvuvigt til að ég geti nú ekkert svindlað með að vigta allt í gr. Og þvílíkar uppskriftir sem eru til mmmmmmmmmmmmmmmm fær nú bara vatn í munnin að lesa allt sem er til.
Allt gott að frétta af krökkunum.
Sigrún Þóra er í 2.A.G og við vorum í foreldraviðtali núna á miðvikudaginn og gekk það nú ljómandi vel, hún er með stuðning í lestri hjá henni Sibbu. Hún er að fara í vinahóp til Heru í dag. Hún tók sér til í gærkveldi og þreif nýju notuðu eldavélina sem við fengum og var hún glansandi fín, og vaskaði upp eftir matin í gær. Rosa dugleg stelpa sem ég á. Ég fór að vinna í féló frá 20-22 og pabbi passaði og kom öllum í rúmið.
Sindri Snær er alveg frábær, frekar stríðin og á það nú samt til að liggja í gólfinu þegar hann fer í fýlu. Hann er komin með fullt af tönnum og einn jaxl. Hann er hjá dagmömmu frá 7:45-16:15 hún heitir María og er alveg yndisleg, honum líður svo vel hjá þeim. Hún á sem sagt einn strák sem er á sama aldursári og Sindri og þeir brasa mikið saman og eru flottir.
Jæja þetta er bara orðin heil ritgerð
Kveðja Þorgerður , Sigrún Þóra og Sindri Snær.
Athugasemdir
Hæ hæ og velkomin heim :)
Linda litla, 16.11.2007 kl. 09:14
Elsku Þorgerður mín, frábært að þú ert farin að blogga,´og mér heyrist að þer líði betur :) sem er æðislegt. Ég er svo stolt af þér, þinni ákvörðun. Þú ert ofsalega dugleg, frábær móðir. Börnin þín eru bara yndi ! Farðu vel með þig, og mundu að þú ert einstök og dýrmæt sköpun og átt allt gott skilið ! Vonandi hittumst við fljótlega.....Love Fanney
Fanney (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 11:33
Hæ skvísa!
ánægð að þú skulir loksins fara blogga aftur og gott að þér líði vel...eða þannig þú skilurskilaðu kveðju til Sindra og Sigrúnar frá mér og Elvu
Hrund (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 21:00
Hæ hæ
Frábært að þú ert farin að blogga aftur ;O)
Gaman að fá að fylgjast með þér /ykkur !
Gangi þér vel í Danska kúrnum
Knús Guðbjörg
Guðbjörg (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.