30.8.2007 | 09:13
Sindri kann að blístra ..............og farinn að rölta um allt
Brrrrrrrrrrrr það er búið að vera kalt síðustu daga hér í Ringsted og smá rigning í dag. Greinilega að það sé að koma haust.
Takk fyrir að skrifa í gestabókina, takk fyrir allar kveðjurnar, endilega að halda því áfram.
Hæ,hæ
Jæja nú eru Arndís vinkona farin og Mamma líka svo þetta er að komast í eðlilegt form aftur. Þær versluðu alveg þónokkuð og ég líka fyrir afmælispeningana takk fyrir mig. Það var æðislegt að fá þær og mikið var rölt um bæinn á hverjum degi . Sigrún Þóra er að fara á morgun í skólann og þar hittum við kennarann og svo fáum við líka íslenskan túlk með okkur. Það verður örugglega mjög fínt, maður en nú ekki komin inn í dönskuna. Það fer svo að byrja dönskukennsla sem við förum á.
Sindri Snær blístrar hér alveg á fullu rosalega flott að sjá hann .....hann sagði amma í gær þegar amma sín fór með lestinni. Hann er aðeins farinn að horfa á Söngvaborg og finnst það nú ekki leiðinlegt þegar krakkarnir eru að syngja og dillir sér bara með. Hann er á biðlista að komast inn á vöggustofu svo það á að athuga hvort hann kemst inn hjá dagmömmu.
Sigrún Þóra fékk rosalega flotta gjöf frá ömmu sinni í fyrradag það var hafmeyjuhöll og hafmeyja svo ég er búin að vera að púsla saman í tvo daga. Svo var ég að setja á hana gervineglur sem tolla nú ekki lengi á, en hún liggur hér í sofanum í einhverjum leik, þorir ekki að hreyfa sig.
Hmmmmmmm ég er nú ekki neinu bloggstuði svo ég ætla nú bara að kveðja í bili
kveðja Þorgerður, Sigrún ,Sindri og Brútus
Athugasemdir
Hæ
Gaman að heyra frá ykkur
Skrítið að sjá Sindra fyrr sér labbandi, lilti kúturinn
Samúel er byrjaður í skólanum, rosa fjör!
Hvað er svo hitastigið hjá ykkur þarna úti núna? Manni dauðlangar að prufa að fara út....
Sigrún Heiða (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 09:51
Hæ hæ elsku besta dúllan mín !!!! ég sakna þín líka alveg geðveikt og ég sakna kaffistundanna okkar, ég vildi að þú værir hér !!! en ég vona líka að þú og fjölskyldan þín séuð hamingjusöm í danmörku :) frábært að litli kall er farin að labba og blístra gaman væri nú að sjá hann núna :) og ég vona að Sigrún sé ánægð í skólanum.... kysstu alla frá okkur.... love you endalaust.... knússsssssss.........
Dóra Maggý, 2.9.2007 kl. 23:42
´TAKK ÆÐISLEGA FYRIR DRENGINN,ÞETTA ER EKKERT SMÁ FLOTT !!!!! ÞIÐ ERUÐ BRJÁLUÐ,ÉG ER BÚIN AÐ KAUPA HANDA SINDRA SNÆ GJÖF,EN VILTU SENDA MÉR HEIMILISFANGIÐ YKKAR Á MSM OG LÍKA ´NÝJA GEMSANÚMERIÐ ÞITT,KNÚSSSS.... LOVE YOU.....
Dóra Maggý, 5.9.2007 kl. 23:54
SORRÝ ÉG MEINA SMS .....
Dóra Maggý, 5.9.2007 kl. 23:55
hallú þorgerður og family
vildi bara láta þig vita að lykilorðið inn á síðuna hjá krökkunum er dvergabakki..
flott síða hjá þér ;)
kveðja sandra og sverrir
sandra og sverrir (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.