19.8.2007 | 13:24
fór í fallturninn í tívolí í gær..................................og kallaði mamma
Hæ, hæ ég var nú ekki í neinu bloggstuði í morgun en held að ég sé öll að koma til. Ég er allaveganna búin að bæta myndum inná heimasíðu barnanna og bætti Brútusi hundinum okkar við. Hér er verið að horfa á söngvaborg, Sindri situr hérna hjá pabba sínum og systur sinni alveg stórgáttaður, hlær og stendur upp svona til skiptis og horfir svona einstaka sinnum í kringum sig...he,he..
Á föstudeginum átti ég sem sagt afmæli og ekkert smá afmæli heldur stór afmæli það var nú engin þannig veisla við buðum Daníel vini okkar í mat kvöldið, við kokkuðum Önd með púrtvínssósu og svaka flottum kartöflum sem Ægir skar út og kryddaði og steikti þetta þótti voða gott. Ægir kom mér á óvart um hádegið gaf mér flottan hádegisverð sem hann gerði sjálfur, steikt egg, beikon, hráskinka og einhver fleiri skinkur sem ég kann nú ekki að nefna og svo var vínarbrauðssnúðakaka með 30 kertum svo blés á og óskaði mér...sem enginn veit enn í dag...he,he . Við ætluðum svo að fara um kvöldið að fara í tívolí inní köben en það var orðið svo kalt um kvöldið að við bara fórum ekki svo fór svona einn og einn að týnast í háttinn. Vöknuðum eldspræk á laugardagsmorgun og fórum að gera okkur klár að fara í tívolí og tókum við lestina inn til köben eins og kannski flestir vita þá er lestarstöðin á móti tívolínu svo ekki langt að fara. Það var mjög gott veður hlýtt og ekki mikil sól við tókum með einn strák sem er vinur hennar sigrúnar. Strákarnir fóru í flest tækin en við Sigrún fórum í nokkur og Sindri fékk að fara í eitt þeirra. Það var farið í rússibana, fallturn, klessubíla, hringekju og margt fl. Við komum heim seint í gærkveldi. Ég eldaði í hádeginu í dag það er nú ekki margir sem gera það í dag held ég. Ég man eftir því þegar amma og afi lifðu þá var maður oft boðin í hádegismat á freyjugötu 44 og það var búið að leggja á borð með fínustu borðbúnaði og borðað inní stofu og alltaf var þar eftirréttur á eftir.
Jæja ég ætla að fara að sinna fjölskyldunni við bara heyrumst síðar ..já mamma og Arndís vinkona eru að koma í heimsókn á miðvikudaginn.........gaman....gaman það verður mikið gert og þið fáið örugglega eitthvað að heyra frá því.
bæ,bæ
Þorgerður, Ægir, Sigrún Þóra, Sindri Snær og Brútus
Athugasemdir
Hæ elsku dúllan mín,innilega til hmingju með 30 ára afmælisdaginn,fyrirgefðu ég kemst svo lítið í tölvuna þessa dagana,ég vona að þú hafið skemmt þér vel á afmælideginum þínum,saknaðarkveðja frá mér,knús og þúsund kossar til þín,skliaðu kveðju svo til allra hinna,love you.....
Dóra Maggý, 20.8.2007 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.