Sól og sumar í Ringsted

Hæ, hæ  ég fékk að sofa út til 8 það er nú bara met og svo kom Sindri og kyssti mömmu sína góðan daginn það var voða ljúft.

Við sem sagt fórum niður og Sigrún var komin á fætur og við fengum okkur öll morgunverð og svo fóru Sigrún og Sindri í smá göngutúr meðan að ég ætla að blogga og taka smá til.

Við ætlum að labba niður í bæ á eftir og fara á pósthúsið og fara i sund, það var verið að opna nýja sundlaug hér í Ringsted. Sundlaugin er mjög stór og er hún innilaug en þar er að finna stóra rennibraut með mörgum slaufum , keppnislaug með stökkpalli, fyrir dýfingar, burslu laug fyrir yngstu börnin og laug með allskonar tækjum og korkum, gosbrunnum.  Það er sko hægt að gleyma sér. 

Það er búið að vera alveg steikjandi hiti hér og sól alveg yfir 30 stig. Við erum bara hér á stuttum hlýrabolum og i pilsi/stuttbuxum og Ægir úr að ofan þegar hann kemur heim. 

 

 Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili og fara út í góðaveðrið.

Kveðja Þorgerður,Sigrún Þóra, Sindri Snær og nýji bróðir hann Brútus

Ægir er í vinnunni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

mikið var nú sniðugt að rekast á þessa fyrirsögn, ég bara varð að kíkja á bloggið. Þú skilur þegar þú séð ættarnafn mitt  kveðja út til Ringsted

Huld S. Ringsted, 9.8.2007 kl. 09:02

2 identicon

hæ hæ við söknum ykkar og Danmörku bara og verðum við örugglega flutt út áður en við vitum af kveðja Ragna og fj.

Ragna Valdís (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband