7.8.2007 | 07:08
Sindri tók sín fyrstu skref um helgina og farinn að segja pabba!
Hæ,hæ
Það er sko margt búið að ske síðan að ég skildi við ykkur síðast.
Fékk hræðilegar fréttir í gær að Eiríkur Óli Gylfason frændi hafi dáið í bílslysi. Ég votta mína samúðarkveðjur til fjölskyldu og vini.
Dóra vinkona og Hallgrímur eignuðust myndarlegan strák þann 5.ágúst til hamingju.
Á föstudeginum komu íslensk fjölskyla sem ætla að búa hérna í hverfinu hjá okkur. Þetta er sem sagt tvær fjölskyldur, Oli og frú með tvær dætur, tengda son og eitt barnabarn. Við sem sagt buðum þeim í mat um kvöldið og réttum þeim hjálparhönd og lánuðum þeim sængur,kodda,kerti og kaffikönnu. Þau tóku á móti gámnum sínum í gær.
Við eigum alveg yndislega nágranna þau buðu okkur um kvöldið til sín og við sátum úti og drukkum rauðvín og öl. Þetta er fólk á aldrinum 35-45 karlinn er kennari við kokka/þjóna skóla í slagelsi svo það er ekki lagt að sækja uppskriftir, held að konan hans sé enní fæðingarorlofi og eiga þau soninn Oliver og svo á hún son sem býr líka hjá þeim sem Sigrún leikur mikið við og heitir hann Daníel og er 10 ára
Það er komin labrador hvolpur inn á heimilið okkar og er hann 3 mán við fengum hann um helgina, það er búið að gefa honum nafnið Brútus. Nú er ég komin með tvo litla prakkara sem þarf að kenna hvað má og hvað má ekki.
Sigrún Þóra er dugleg að hjálpa til með að fara með Brútus út að labba og svo að passa Sindra bróður sinn.
Við sem sagt fórum á laugardaginn og náðum í Brútus á hundabúgarð ,þau sem við keyptum af rækta hunda og selja.
Við sem sagt settumst upp í heitan bílinn það var yfir 30 stig þennan dag. Gluggarnir skrúaðir niður og keyrt af stað. Ægir vildi endilega sýna okkur fallegan sjávarstað sem heitir Skælskör og þar er hægt að fara á nokkrar baðstrendur sem við eigum eftir að prufa. Þegar við komum fórum við á bátahöfnina og þar voru margar fallegar skútur og bátar og margt fólk og lifandi tónlist. Við fórum í fiskbúðina og keyptum okkur túnfisk og fiskhakk sem við elduðum á sunnudagskvöldið og smakkaðist túnfiskurinn rosalega vel en hakkið ekki. Við héldum svo inní bæinn og var keyptum kúlu ís og ís úr vélinni á línuna. Við ætlum að koma þarna aftur.
Á sunnudeginum var rosalega heitt yfir 32 stiga hiti og við ákváðum að fara í bíltúr inn í kaupmannahöfn að hitta íslendina og þar hittum við Arnar Kjartans og Sólu þau sem bjuggu á skógargötunni. þau eru nýflutt og eru að fara í skóla og vinnu. Þau búa í svona raðhúsahverfi sem er alveg fullt af íslendingum og þar er Auður Sif og Valur nágranni þeirra, en hvað heimurinn er litill. Við vorum þarna í steikjandi hita og þurfum að fara stundum inn og kæla okkur niður. Yngstu börnin fengu að sulla í bala úti í garði og stóru börnin voru úti og inni til skiptis.
Ég er örugglega að gleyma einhverju en það kemur þá bara næst, þetta er nú alveg nóg lesefni í dag.
Kær kveðja Þorgerður
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.