Skólinn að byrja

Góðan daginn!

 

Jæja þá er komið af því að Sigrún Þóra mæti í skólaviðtal í Dagmarskóla kl:13 á dönskum tíma. Ægir fer bráðum að koma heim og ætlar þessi elska með okkur. 

Eins og venjulega fær húsfreyjan ekkert að sofa út,  Sindri vaknar alltaf eldsnemma , núna vaknaði hann kl:5:45 .  Ægir er þá vaknaður og er að fara að leggja í hann í vinnuna. 

Sigrún Þóra er búin að kynnast nokkrum dönskum krökkum í hverfinu. Hún er búin að kynnast einni stelpu sem heitir Marie og er 10 ára og þær ná vel saman. Marie borðaði með okkur kvöldmatinn í gær og svo spiluðu þær ólsen ólsen  og veiðimann.

Af Sindra er allt gott að frétta hann fékk bíl ætli það sé ekki bara svona afmælisgjöf og kannski fær hann einhvern annan pakka á afmælinu sínu. Hann er rosalega montinn með hann hlær og skríkir. Sindri kemst nú alveg þó nokkuð áfram á honum , vinkar bara bless til mömmu sinnar. 

Það er spáð yfir 25 stiga hita yfir helgina og framm í næstu viku jebbý jey............ frétti að það væri bara rigninga spá á íslandi yfir verslunarmannahelgina ekki gaman.

Jón Oddur bróðir á afmæli á morgun. 

Mamma ætlar svo að koma til okkur þann 22.ágúst og vera í viku. Sigrúnu er farin að hlakka mikið til og hún er sko farin að plana hvað við ætlum að gera.

 

jæja nú ætlum við að fara að gera okkur klára fyrir viðtalið heyrumst bara næst.

kveðja þorgerður , Sigrún Þóra og Sindri Snær. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband