Síðasta kvöldmáltiðin var í gærkveldi.

Góðan daginn þá er maður vaknaður fyrir allar aldir kl.7:00 vaknaði sá litli og vildi ólmur komast niður og fá sér eitthvað í svanginn.

 

Við vorum með næturgesti í nótt Fanney,Ara og Pálma þau sem voru flutt út áður en ég kom en þau eru að fara til Íslands vegna fjölskyldumála. Við sem vorum búin að plana að fara í ræktina og fleira skemmtilegt  og stelpurnar jafn gamlar. Við eigum eftir að sakna þeirra, þrátt fyrir stutt kynni. Við buðum þeim í síðustu kvöldmáltíðina í gærkveldi, það var boðið uppá bláskel í forrétt og reykta svínakjötsrúllu soðna í kóki og meðlæti. Við Ægir erum alveg snillingar í kokkagerð.

Ægir er að hjálpa þeim að flytja dótið aftur í gáminn og ég sit hérna og er að blogga og sjóða grjónagraut vantar bara súraslátrið, Sigrún situr hérna hjá mér og er að reikna og hleypur svona af og til að hjálpa þeim að flytja dót í gáminn og Sindri sefur.

 

Auður Katrín og Gunnar Páll börnin hans Ægis eru farin, það er einmitt vika síðan að þau fóru og var gaman að hafa þau og það var rosalega erfitt að kveðja þau.

Laugardagurinn fyrir viku síðan þá fórum við í bíltúr til bæ sem heitir Dalmose sem Ægir bjó hjá áður en við komum ,hjá honum Danna.  Hann leigir svona gamalt bóndabýli og er hann búin að gera svo fínt mér langar hálfpartinn í svona bæ. Hann á tvo hunda sem heita Óskar sem er heyralaus og hana kiwi og við fórum í göngutúr að gömlum lestarteinum sem er búið að leggja niður og við röltuðum á þeim smá spöl mér fannst alltaf að það væri að koma lest....he,he. Það var steikjandi hiti og sól þennan dag.  

 

Jæja ég ætla nú að koma aftur hérna inn í dag og segja ykkur eitthvað meira, nú ætla ég að fara að gefa þeim grjónagraut og afgangin síðan í gær.

kveðja Þorgerður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband