Tókum vitlausa lest

Hæ.hæ

Í dag er sunnudagur og búið að  vera alveg steikjandi hiti og sól, krakkarnir úti í vatnsbyssuleik og mikið stuð. Nú eru krakkarnir og Ægir í bío að sjá nýju myndina með Harrý Potter.

Á föstudaginn fórum við kaupmannahafnar og fórum á vaxmyndasafnið það var bara snilld og löbbuðum  á strikið. Þar hittum íslendinga. Svo var haldið á heim á leið eftir langa göngu á striknu í steikjandi hita allir orðnir þreyttir, nei viti menn við tókum ranga lest og við enduðum í óðinsvé og gerðum bara skemmtilegt úr þessu og fundum eitthvað hótel með aðstoð leigubílstjórans þar var farið eiginlega strax að sofa í þessum fínu kojum og allir sáfu vel, við sem sagt vöknuðum í blíðskaparveðri á laugardagsmorguninn  og planið var að fara í legolands .Allir fóru í sömu föt sem  við vorum á föstudeginum og reyndum að gera sig fína þrátt fyrir að hafa engan bursta og ilmvatn.he,he. Við fengum okkur góðan morgunmat og svo fórum við og pöntuðum leigubíl og biðum í 1 klukkutíma díses en við fengum ekki stóran bíl það þurfti að skipta hópnum í tvennt. Svo komum við á lestarstöðina og þar máttum við bíða í eftir lestinni og fórum svo til stað sem heitir veijle og þar máttum við bíða í klukkutíma og þar tókum við rútuna til Lególands, vá klukkan var 13.30 þegar við komum þar var mikið gert, farið í allskonar tæki og við stóra fólkið sem sagt ég og Ægir og Sindri skelltum okkur í nokkurtæki og skemmtu allir sér vel, svo var haldið heim á leið seint um kvöldið og við komum heim til Ringsted 22:30 og allir orðnir þreyttir eftir mikið ævintýri að hafa tekið ranga lest.

Á mánudaginn er vinafólk okkar að koma í heimsókn og verða hjá okkur í tvo daga held ég. Svo halda þau áfram för sinni í danmörku.

Nú ætla ég að fara heim að elda handa liðinu mínu þau fá kjötbollur í sósu.

Jæja  bæ,bæ

Þorgerður og Sindri

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló kæra fjölskylda og takk fyirir síðast.

 Þið eruð heldur betur  búin að vera aktív og haft það gaman síðan ég skildi við ykkur.  Frábært 

Ég kom heim í gær eftir yndislegt frí. Ég byrjaði nú á því að fara á óvænt djamm hjá Auði vinkonu í köben á laugard. eftir að ég skildi við ykkur. Grilluðum í garðinum hjá henni og enduðum á svaka djammi með Íslendingum sem búa í nágrenninu. Ég tók leigubíl á flugvöllin beint af barnum ósofin  og ansi hress eldsemma um morgunin. Hitti svo Karin í stokkholm um hádegisbilið á sunnud. Það var nú ekki mikið gert þann daginn skal ég segja ykkur. Lék svo túrista í tvo daga í borginni, fór í bátsferð og fleira skemmtilegt. Svo lögðum við land undir fót og tókum lest til Falun. Var á búgarði foreldra hennar í rúma viku. Þvílík sveitasæla og rólegheit. Legið í sólbaði við vatnið eða við húsið. Farið í göngutúra  í skóginum með hundinn Sally. Rákumst reglulega á dádýr og íkorna. Froskurinn eða karta hún Alma sem bjó við húsið kom reglulega og heilsaði upp á okkur. Kisan Abba var mjög dugleg að veiða rottur og vildi helst borða þær eins nálægt okkur og hún gat svo maður heyrði öll bein brotna. .. jammí. Fuglarnir sungu  og ég sötraði hvítvín úti á verönd á góðviðriskvöldum með moskítóflugunum meðan ég leysti sudoku eða las í bók. Endaði svo fríið á þessu fína spa hóteli í Svíþjóð - farið í nudd og legið í sólbaði

Kærkomið frí eftir botnlausa vinnu síðastliðna mánuði.  

 Hafið það sem allra best.

kossar og knús

Túrelú 

Þóra Björk 

Þóra Björk (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 23:00

2 identicon

vildi bara kasta á ykkur kveðju... 

Ásta Kristín (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 18:05

3 identicon

Hæ hæ elskurnar vá það er geinilega nóg að gera í Danaveldinu hjá ykkur,  Þorgerður mín þú ert alltaf svo dugleg, það situr svo í mér að ég klikkaði svona að kveðja ykkur ohhhh.  Gengur bara vel hjá ykkur öllum???

Kv. I og co

Ingibjörg Ásta (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband