11.7.2007 | 10:26
Rigning í dag í Ringsted
Hæ.
Héðan er allt gott að frétta við reyndum að fara í sund í gær en það var lokað eftir mikið labb og það var steikjandi hiti og sumir fóru úr að ofan það voru Auður og Sigrún. Við gerðum nú bara skemmtilegt úr deginum og fóru í risa stórann garð þar voru rólur og tjörn með fuglum og viti menn ég átti vinber og krakkarnir gáfu þeim vinberin og borðuðu með bestu lyst. Við héldum svo áfram og sáum á leiðinni tennisvöll og bókasafn. Og hittum svo Ægir á torginu hjá kirkjunni og fengum okkur ís og öl.
Í dag sáfu allir til 8:30 og það er nú bara met og meiri segja Sindri líka. Það er rigning svo það var bara verið inni til hádegis og svo fór ég heim til Fanneyjar á netið. ´
Á Laugardaginn ætlum við að skella okkur í Legoland og ætla fleiri að koma með vinkona Fanneyjar er í heimsókn hjá henni og ætla þau með okkur. Og vonandi fáum við sól og hita.
Við ætlum kannski að skella okkur í sirkus í kvöld ef það eru lausir miðar.
Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili hafið það gott þangað til að ég blogga næst.
kveðja Þorgerður og fjölskylda
Athugasemdir
hæhæ
Mesta fréttin er grínlaust að Sindri hafi sofið til 8.30!!!!!! :)
Ég seggji bara YESSSSSSSSSSSSs við því!!!
Allt að verða tilbúinð fyrir brúðkaupið, kjólinn tilbúinn, er í Rvík núna að klára það litla sem eftir er.... spennó spennó......
fylgist með ykkur.. :)
Sigrún Heiða (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 21:16
Hæ okkur hlakkar rosa til að koma til ykkar þið eigið von á símtali frá dönunum þau vildu endilega hringja bara í ykkur til að fá að vita hvað þau væru lengi að keyra frá ykkur á flugvöllinn því þau taka okkur í Ringsted (svo við fáum bílinn þeirra) he he bestu kveðjur úr rigningunni allavegna rigningarlegt skýjað og svona pöntum hér með sól í baunalandi þegar við komum
kveðja frá öllum í Skarðshlíðinni
Ragna Valdís (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 17:21
Vonandi að þið hafið komist í sirkus, slíkt er BARA snilld.
knús knús
Guðný og co
Guðný (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.