fórum í verslunarleiðangur í gær

Hæ,hæ

 Héðan er allt gott að frétta af okkur í baunalandi. Við fórum í verslunarleiðangur í gær og fórum á bílnum og ég skellti mér strax undir stýri og keyrði á hraðbrautinni og það gekk nú bara vel segi sjálf frá, var nú pínu stressuð í fyrstu en svo kom þetta.

Fórum í ikea og bilka sem er ódýrar matvörur og fylltum frystirinn að allskyns mat. Stelpurnar voru skildnar eftir heima hjá Fanney co. Þau fóru og sáu fljúgandi krakka. Við elduðum kjötbollur sem við keyptum í gær, það var tilboð og keyptum við 14.poka já 14. poka það vantaði bara íslensku rababarasultuna.

Allt gott að frétta af Sigrúnu Þóru hún er farin að hjóla án hjálpardekkja og búin að missa hina framtönnuna. Hún er búin að hitta perlu og þær eru orðnar bestu vinkonur. En við vorum á leiðinni í dag í búðina ég og sigrún þá sagði hún að hún sakni nú Ásthildar, Heru og Ásgrími voða mikið.

Af Sindra ,hann er búin að vera lasin og er algjör mömmu strákur. Hann er farin að setja hendurnar yfir andlitið og þegar við segjum bö þá fer hann að hlægja.

Erum í 7 ára afmæli hjá perlu dóttir Fanneyjar og krakkarnir fóru á róluvöllinn og ég að hanga blogginu og blogga til ykkar.

Þau eru búin að hafa það gott krakkarnir það er búið að rigna frekar mikið og þá koma sniglar og þau eru búin að vera að safna sniglum og létu sniglanna fara í kapp hlaup og gáfu þeim kál og gátu dundað við þetta allan daginn.

Jæja ég ælta að halda áfram í veislunni

bæjó Þorgerður og co

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra frá ykkur. Guðrún Helgu fanst mjög merkilegt að safna sniglum. Hérna er búið að vera mikil veikindi. Hrannar kom veikur heim frá pabba sínum á sunnudaginn og en var hitalaus í gær. Í dag fékk hann því að byrja á sundnámskeiðinu sem ég var búin að bóka hann á. Guðrún Helga vaknaði hinsvegar í morgun með hita, höfuðverk og gubbupest. Læknirinn segir að hún sé með einhverskonar vírus. 

 Ég sakna nú svolítið að geta ekki tekið upp síman og hringt í ykkur... :) 

bið að heilsa öllum sem við þekkjum.

Kossar og knúsar

Ásta, Árni og gormarnir.  

Ásta Kristín (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband