Sigrún Þóra 7.ára og Ægir 35 ára. í dag

Hæ,hæ

Sigrún Þóra stelpan mín er 7 ára í dag og verður haldin svakaveisla í gilstúni 20 í dag frá 17-19 og hún er búin að bjóða bekknum sínum sem er um 20 stykki+3 stelpur úr hinum bekknum. Og ætlum við mamma að bjóða þeim uppá afmælisköku sem er ormur og við sigrún vorum að baka í gær og skreytum hann í gærkveldi. Pönnukökur og brauðréttur.

Ægir minn er 35 ára í dag og hann eyðir honum í baunalandi, en hann fór til kaupmannahafnar um helgina hélt sjálfur upp á sitt afmæli, fór á strikið. Hann fær einhverja gjöf frá mér þegar við komum út.

 Það fer nú alveg að styttast að við förum út til danaveldis 11 dagar.

Við fórum í skrúðgöngu í gær á 17.júní það var nú ágætis veður en sólin mátti nú alveg hafa látið sjá sig það komu óvæntir gestir með í gönguna, það var Sigríður frænka og börnin hennar Ívar Andri og Stefanía þau búa í kópavogi. Mamma, Jón oddur og svo auðvitað við fjölskyldan.

Við fórum um helgina með pabba í húsbílaferðalag alveg inná bakkaflöt og þar áttum við yndislega helgi sól og 20 stiga hiti á laugardaginn. Og þar hittum við frændsystkyni sem voru á ættarmóti ótruglegt hvað heimur er lítill. Fórum í sund á bakkaflöt sem er lítil laug og tveir heitir pottar voða notalegt. Sigrún fékk að bursla í ánni um daginn. Týndi nýja bikininu það er eins og jörðin hafi borðað það nema einhver hefur tekið það. Sigrún kynnst auðvitað stelpum. Svo var auðvitað grillað lamakjöt , brúnaðar kartöflur og auðvitað afa sósa sem er piparostasósa.

 

Jæja ég ætla láta þetta duga.

kveðja Þorgerður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dóra Maggý

Til hamingju með Sigrúnu og Ægir !!! skemmtið ykkur vel í dag  knússsss.....

Dóra Maggý, 18.6.2007 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband