13.6.2007 | 14:03
Víkingahátíð á Króknum
Hellú.
Það er sem sagt að byrja víkingahátið hjá okkur 13-14 júní.
Hér er allt gott að frétta af króknum við erum flutt á hótel mömmu. Ég er að klára næst síðustu vikuna í vinnunni og svo fljúgum við til baunalands 29.júní þetta er bara allt að bresta á..........jebbý. Þessi elska hringdi í morgun og tilkynnti mér að við fá um húsið afhent 21.júní þá ætlar hann að flytja inn og liggja á vindsæng og flytja restina af dótinu inn fær hjálp frá honum Daniel , þeir sem sagt hafa búið saman þessa mánuði. Ægir hefur staðið sig svo vel í eldamenskunni svo það er aldrei að vita hvort hann haldi ekki bara áfram þegar við komum og ég ligg þá með tærnar uppí loft.
Sigrún Þóra er byrjuð í sumar Tím, það er svona sumarskóli sem er boðið uppá fyrir krakka hér á króknum í sumar. Hún verður sem sagt í tvær vikur og er alveg rosalega gaman segir hún sjálf, vill helst ekki missa af dagskránni sem er yfir daginn, hún er í dansi, reiðskóla,frjálsum ,öðruvísi íþróttum ekki veit ég nú hvað er gert þar, skólagarðar og kofabyggð, myndlist og margt fl. Hún er nú að vera tannlaus er að missa báðar framtennurnar.
Sindri Snær er að verða 10.mán á morgun ótruglegt hvað tíminn er fljótur að líða, ég var með hann í 10.mánaða skoðun í morgun og var barnalæknirnn ánægð með hann. Það var nú smá eyrnabólga sem hún sá og ætlar að gefa honum lyf við því.
Ég hitti Auði Katrinu á sunnudaginn inná akureyri og hún var alveg með á hreinu hvað voru margir dagar þangað til að hún færi í flug til pabba síns.
jæja ég ætla að láta duga í bili
kveðja!
Þorgerður
Athugasemdir
já tíminn er alltof fljótur að líða,þú verður að vera dugleg að blogga svo að maður missi ekki bara alveg af þér og þínum,en þetta er auðvitað bara spennandi fyrir ykkur að prófa þetta og sjá svo bara til,en ég held að þið verðið lengur en 1 ár þarna úti ef þið komið einhverntímann aftur heim sko til að búa..... en njótið þess að vera í Danmörku og ég vona svo sannarlega að ykkur komi til með að líka vel,þó svo að maður sakni ykkar hér,gangi ykkur vel... knússss.....
Dóra Maggý, 14.6.2007 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.