Þetta er svo skrítið að vera búin að afhenda lyklanna af skógargötunni.

Góða kvöldið!

Jæja þá er búið að afhenda lyklanna af húsinu mínu,vona bara að þau fari vel með húsið mitt.  Við krakkarnir búum hjá mömmu á meðan. Og höfum það næs. Sindri fer í bað á hverju kvöldi og er sofnaður um 20:00.  Sigrún Þóra litla skvísan mín er að verða 7.ára 18.júní og Ægir minn að verða 35ára munur að þau eiga sama afmælisdag.

 Ég sit hérna heima hjá mömmu og er að fá mér eitt glas af hvítvíni, held að kellan  hún mamma hafi skelt sér uppá golfsvæði það er svo gott veður. En samt  að koma einhver þokubakki svo týpist þegar maður er komin í helgarfrí og ætlar að njóta þess að liggja í sólbaði hér heima á frónni. En það er geggjað veður í danmörku ,hitinn fór uppí 30 gráður og Ægir minn var að stikna og svo eru einverjar flugur að pirra hann...he,he. og svo á að vera líka gott veður á morgun í danmörku 27 stig og heiðskýrt sá ég í veðurspánni í kvöld. Hann ætlar að skreppa til köge sem er við ströndina og reyna að fá einhvern físk. Þvottavélin biluð hjá þeim svo nú verður handþvottur á morgun bara alveg eins og í gamla,gamla daga..hí,hí.

Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili. Góða helgi

Kveðja Þorgerður

Sigrún er hjá afa sínum um helgina og þau ætla í húsbílaferðalag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband