30.5.2007 | 08:30
Það er komið sumar!
Hæ!
Það er loksins komið sumar manni langar helst að vera úti í svona góðu veðri, en maður verður innilokaður í vinnu til 16:30, kannski maður skreppi út í hádegismat. Ég og krakkarnir löbbuðum í morgun til skóla og dagmömmu og svo labbaði mín á Áka og náði í bílinn sem var í umskiptinum á nagladekkjum yfir á sumardekk .
Ég er enn að pakka niður en þetta fer nú að klárast svo á eftir að þrífa,skrúbba og bóna áður en leigjendur taka við á mánudaginn 4.júní. Svo fer nú að styttast í útlandið. Á eftir að fara í myndatöku með börnin mín á sýsló og fá vegabréf. Það er svo margt sem þarf að gera í júní, að hann verður fljótt búinn.
Sigrún ætlar svo að halda upp á afmælið sitt einhverntíman við 18.júní og ætlar að fá að bjóða öllum krökkunum úr bekknum og nokkrum úr hinum bekknum í veislu. Svo ætlar skvísan ég að halda uppá 30.ára afmæli og kveðjupartý í leiðinni.
Jæja ég ætla láta þetta duga í bili,
sumar kveðja Þorgerður
Athugasemdir
bara kvitta fyrir komunni
Sigrun Heida (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.