24.5.2007 | 11:49
Skítaveður á frónni, hvar er sumarið!!!
Hæ.
Ekki í lagi hjá þessum veðurguðum á norðurlandi eða íslandi, tindastóll er orðin hvítur og skítaveður, eins gott að maður sé að flýja til baunalandsins þar i dag á að vera 19 stig og sól samkvæmt veðurspánni í gærkveldi. Ætli Ægir minn sé orðinn brúnn eða bara rauður.
Svo á laugardaginn núna sem er að koma ætlar Ægir að hitta mömmu sína og Óla þau eru að koma á land í Hansholm i danmerku á húsbílnum og keyra svo niður eftir til Silkiborgar og hitta Ægi, þar ætlar hann að troðfylla bílinn af dóti sem ég var búin að láta tengdó hafa, ég held að ég hafi sett of mikið....úbs það verður bara að koma í ljós hvort hann bindur eitthvað á þakið..hí,hí og svo ætlar hann að gista eina nótt hjá þeim, það verður bara stuð hjá þeim.
Og ég sit hér heima í skítakulda ég hef þá góða ástæðu að klára sem er eftir heima fyrir. Auður Katrín fósturdóttir mín ætlar nú að fá að vera um helgina, ef veður leyfir. Hef það verður nú ekki fljúgandi hálka og snjór á heiðinni við erum svo miklar skræfur ég og Gestheiður sem er mamma hennar Auðar að keyra í hálku.
Allt gott að frétta af börnunum mínum, Sindri er frakkur að standa upp allsstaðar sem hann getur vill nú helst ekki sitja og stundum er bara erfitt að láta hann á gólfið. Það er farið að sjást i eina tönn í neðri góm.
Af Sigrúnu Þóru er allt gott að frétta hún gisti hjá ömmu sinni í nótt, er að klára skólann og stefnan er nú að fara í sveitaferð á morgun en aldrei að vita hvort það verði aflýst vegna veðurs. Hún er á fullu í fótbolta sem er einu sinni í viku og svo er að byrja sumar Tím sem er tómstundir,íþróttir og menning.
Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili
kveðja Þorgerður baunafari
Athugasemdir
Gaman að þú sért farin að blogga aftur
Þú verður að standa þig í blogginu úti
kv, Guðbjörg
Guðbjörg (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 23:36
Hæ skvís.
Takk fyrir mig og takk fyrir æðislegan dag. Er mjög glöð að þið komuð.
kær kveðja.....líka kveðja til Ægis í danaveldi
Guðný
Guðný (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.