22.5.2007 | 12:19
Stelpan ég er að verða þrítug í ágúst, trúið þið því!!!!!
Hæ.
Rosalega líður tíminn hratt ég er að verða þrítug í 17.ágúst komin með tvö börn og mann sem er fluttur til danaveldis og mín að fara á eftir honum eins og allir vita. Það er núna mánuður í dag að ég hætti í vinnunni þetta er alveg ótruglegt fljótt að líða. Var að setja síðustu kassana til tengdó og húsbíllinn er troðfullur af kössum,he,he vona að Ægir geti komið þessu fyrir í bílinn þau ætla að hittast einhversstaðar á miðri leið. Við erum svo að fá lyklana afhenta fljótlega í nýja húsinu okkar úti . Vá hvað ég er orðin spennt........svo á eftir að ganga frá restinni niður í kjallara og þrífa og afhenda lyklanna af skógargötunni. Það eru nokkri búnir að bjóðst til að hjálpa svo það aldrei að vita hvort ég nýðist á þeim að hjálpa mér að þrifa og pakka. Svo verður slegið upp smá kveðjupartý og þrítugsafmæli áður er skvísan fer úr landi. Og auðvitað líka fyrir Sigrúnu Þóru hún verður 7 ára 18.júni og karlinn minn 35 sama dag.
Ég er ekki lengur með tölvu heima en fer nú að flytja á hótel mömmu þanngað til að við förum út.
Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili
kv! Þorgerður
Athugasemdir
Þetta styttist allt saman, flutningar, afmæli, kveðja,
Ég er spennt fyrir þína hönd og öfunda þig líka, en hef góða afsökun til að fara til Danmerkur.... hihi Heimsækja Sindra minn! já og ykkur ponsu líka
Kakan tilbúin, farin út í góða veðrið (sem er kalt miðað við í Danmörku)
Sigrun Heiða (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 16:41
Það er margt spennandi að gerast í þínu lífi núna, skríða yfir á þriðja tuginn flutningur á erlenda grund vá þetta verður æði....
Þórey (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.