Fer að styttast í útlandið!!!!!

Hæ, takk fyrir síðast já það er alltof langt  síðan að það var bloggað.

 Ég er búin að vera týnd í kössunum heima og það gengur vel að pakka, fór með fyrstu kassana til tengdó þau eru að fara austur á morgun, þriðjudag. Þetta er allt að styttast að fara til danmerku í sól og hita. Vá hvað ég er farin að hlakka til að hitta karlinn minn, og hann saknar okkur rosalega mikið.

Það er allt gott að frétta af Sindra hann er farinn að nýta hverrar mínutur að standa upp við allt sem hann finnur, svo áðan var ég a setja hann til dagmömmunnar þá fór hann að veifa og svo eru að koma tvær tennur i neðri góm. Ætli hann labbi ekki bara til pabba síns á flugvellinum úti,,he,he aldrei að vita.

Hjá Sigrúnu Þóru er allt gott að frétta hún fór í útlegð frá mömmu sinni í tvær nætur, gisti nú hinum megin í götunni hjá Heru vinkonu sinni. Það gekk svona líka rosalega vel, svo kom Ásthildur og gisti hjá okkur næstu nótt og þær gistu í stofunni. Þær voru nú stundum þrjár, Hera bættist við en hún vildi ekki gista. Sigrún mætti í Árskóla niðri hjá félagsmiðstöðinni og þar ætla 10.bekkingar að leika við þau til 9:30 og þau halda svo í skólann. Nú fer skólaslitin að nálgast og litila stelpan mín að verða 7ára það verður stór veisla haldin í ömmu húsi.

 

Jæja læt þetta duga í bili kveðja Þorgerður

p.s það er ekki hægt að komast inná heimasíðunar hjá krökkunum eins og er, á eftir að borga áskriftina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband