27.4.2007 | 15:27
Þetta verður helgin sem verður byrjað að setja ofan í kassa!
Hæ.
Í gærkveldi fór ég í heilsuklúbb og við ætlum að hittast núna einu sinni í viku í 6 vikur. Kom heim um 23:30 sagði við pabba að ég ætlaði ekkert að vera lengi. ..Viti menn var nú allof lengi, En hann var nú búin að búast við því. Nú verður tekið á þyngdinni og spikinu til þess að líta vel út i danaveldi og nektarnílendunum...he,he, bara djók. Ég var full af orku þegar ég kom heim byrjaði að setja ofan í tvo kassa og taka til, setja í þvottavélina og svoleiðis húsverk og fór nú ekki að sofa fyrr en um 2 þá vaknaði sindri..svo það var nú ekki mikið sofið í nótt.
Sigrún er að fara í afmæli til Birnu Maríu bekkjarsystur á morgun, mamma kemur norður á morgun hún er búin að vera í golfi á spáni í nokkradaga í sól og hita. Ekki slæmt...
Jæja ég ætla að hætta þessu bulli og halda áfram að vinna. Góða helgi! Þorgerður(danmerku fari)
Athugasemdir
Hæ hæ
Bara að senda þér pökkunarstrauma ;O)
Kv, Guðbjörg
Guðbjörg (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 18:55
gangi þér vel með pökkunina,sendi þér strauma
gangi þér vel í heilsuklúbbnum og njóttu þess og lærðu í leiðinni hehehe..... knússss
Dóra Maggý, 4.5.2007 kl. 00:54
Heiðu góða mín, fara að blogga meira...
Þú hefur frá nógu að segja :o)
Og mundu að henda ekki fjarsjóði án þess að sýna ruslasafnaranum (mér) það :o)
Sigrún Heiða (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.