Sól fer hækkandi og sumar komið í danmörku!

Ég er greinilega ekki að standa mig á að halda utan um þetta blogg. Það er eitthvað svo mikið að gera heldur maður eða tíminn líður apríl að verða búin. Og ekki byrjuð að setja ofan í neinn kassa Sleeping

Þetta er allt að gerast og mikil tilhlökkun að fara til danaveldis í sól og hita, veðrið þar er búið að vera um 16-20 stig ekki slæmt og fer hækkandi. Brottför 29.júní morgunflug W00t þetta verður bara geggjað að prufa að búa í nýju landi.

Stefnan er að Sigrún Þóra og við förum suður helgina 4mai-6mai og hún fái að gista hjá pabba sínum eina nótt. Ég er búin að hringja í kalla pabba hennar og þetta er svona 999999 líkur að þetta verði af. Það verður bara gaman. Sindri stækkar og stækkar skríður um allt og farinn að láta heyra vel í sér í tóner. Það er eitthvað farið að sjást í tvær tennur og hann er eitthvað pirraður þessa daganna og næturnar.  Það er bekkjarkvöld í skólanum hjá sigrúnu og það eiga allir að mæta í náttfötum ekki lýst mér nú á, þetta verður eitthvað skrautlegt. Hjúkk var að hringja í kennarann og það eru bara börnin sem mæta í náttfötum.

Jæja ég er í vinnunni og ætla að fara að skella mér í mat heyrumst síðar

kveðja Þorgerður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband