komin helgi!

hæ,hæ langt síðan að ég hef bloggað!

 

Ein önnur helgin, það er alltaf helgi eða það finnst mér!

Jæja það er allt gott að frétta af dananum mínum honum Ægi.  Þeir eru 3 íslendingarnir sem ætla að eyða helginni saman,þeir grilluðu svín í gærkveldi.  Voru svo að fara á einhvern markað í dag. Kíka á húsgögn í nýja húsið okkar sem verður í Ringsted það er 31.000 manna bær, þið getið kíkt inná ringsted.dk heimasíðuna í þessum bæ sem við ætlum að búa. Vá ...........hvað ég er farin að hlakka til. Lífið hér á skógargötunni er fínt, við söknum Ægis. En við tölum við hann í gengum msn og auðvitað líka síma svona annað slagið. Við erum búin að bjóða Guðnýju vinkonu og börnunum hennar í mat í kvöld, ætlum að elda einhverja kjúlla.  Og fara á trúnó.....he,he. Hvernig væri nú að fara að gera eitthvað í þessu húsi, vaska upp, búa um og margt fleira.

Nú er Sigrún dagmamma búin að flytja svo það verður farið á hólavegin á mánudaginn, þá verður þetta allt í leiðinni fyrir mig, Sigrún Þóra fer fyrst út, þá í skólann svo Sindri til Sigrúnar dagmömmu og ég í vinnuna, allt í leiðinni. hvernig skildi krökkunum líka við nýja húsið. Vonandi bara  vel. 

 

Ekki vera feimin og skrifa í gestabókina !

bið að heilsa í bili,

kveðja Þorgerður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband