17.3.2007 | 13:31
Nú er þetta allt að ske, Ægir er að fara í flug frá Akureyri og út á mánudagsmorun til danmerkur.
Góðan daginn.
Það var farið snemma á fætur á skógargötunni, yngsti snáðinn vaknaði upp úr 6:30 og þá var ekki aftur snúið nema að skella sér framm. Svo tíndist fjölskyldan framm, Sigrún og svo Auður og Ægir var náttúrlega síðastur til að opna augun. Þá fóru allir að græja sig, og það var farið út úr húsinu um 9. Og við skutluðum Sigrúnu til vinkonu sinnar niður í reiðhöll þar sem Kristín vinkona hennar var á námskeiði, og svo ætluðu þær að fara í afmæli til bekkjarsystur sinnar og nennti ekki með inná akureyri. Við vorum að stíga upp frá kveðjukaffi hjá Árna og Rakelar....fengum þessar fínu lagtertur og margt fl. Svo skutlum við Ægi á flugvöllinn á eftir ...það verður langt þangað til næst við við sjáum hann, það eru um 3 1/2 mánuður. En kannski fer ég eina helgina út til þess að skoða aðstæður en það verður bara að koma í ljós með hækkandi sól.
Jæja ég læt þetta duga í bili þangað til næst
Kveðja Þorgerður
Athugasemdir
Ussss þetta líður áður en hendi er veifað
þú verður komin út áður en langt um líður og farin að undirbúa jólin
Guðný (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 16:04
Æji !!!! fékk ég svo engann kveðjukoss frá honum Ægi mínum
maður getur orðið sár,þó það streymi engin tár..... hvernig datt honum það í hug ???? þú verður að senda honum kosssss frá mér.. knúúússs !!!! Ægir minn.... en þú getur svo alltaf komið til mín og grátið á öxlinni minni,hún er vatnsheld...
til þess eru vinir,en við sjáumst.... bæjó...knús í krús !!!!
Dóra Maggý, 17.3.2007 kl. 17:04
Hæ hæ
Til hamingju með bloggið. Gaman að geta fylgst með lífinu á Skógargötunni.
kv. Þóra Björk
Þóra Björk (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.