Færsluflokkur: Bloggar
26.1.2009 | 09:48
Mánudagurinn 26.jan.2009
Hæ,hæ
Jæja nú er helgin búin við vorum heima.
Bauð Jóni bróði á bóndadaginn í mat og fékk hann svínalund fyllta með gráðuosti setti svo beikonsneiðar til að loka lundinni þetta var svo sett inní ofn í smá tíma. Steikti svo sveppi á pönnu og setti mína sveppi líka sem ég týndi í haust restin af gráðuostinum úti og matreiðslurjóma útá og smá nautatening og lét þetta malla. Var með forsoðnar kartöflur sem ég var búin að grantínera í potti með smá timjan og salti.
Sigrún Þóra gisti hjá vinkonu sinni á föstudagsnóttina og fékk píppandi niðurgang um nóttina, en var nú orðin hress á laugardaginn. Ég kom svo um hádegið og ætlaði að taka þær stöllur í sund í Varmahlíð en við hættum nú við þá ferð. Fórum og gáfum hestum brauð uppá nafir og endaði sú ferð ekki alveg nógu vel, sindri var að gefa hestum gras og nartaði einn hesturinn í puttan á sindra og fékk smá skrámu á einn puttann eins gott að passa börnin, aldrei of varlega farið.
Ég og Sindri fórum svo í göngutúr á laugardeginum og minn maður sofnaði í vagninum og stelpurnar urðu eftir á skógargötunni á tóma róluvellinum og léku þar við Verónikku og svo kom Atli dagur. Við fórum svo á shell sport og tókum við okkur dvd og poppuðum um kvöldið og höfðum það voða kosý.
Á sunnudeginum var tekið eitthvað til og breytt inní herberginu hennar Sigrúnar. Fórum við sindri í langan göngutúr og sofnaði minn maður aftur í vagninum, það var rosalega gott veður og löbbuðum við alveg uppí hverfi og fórum við í heimsókn til Kristínar sem býr í Grenihlíð og svo til baka aftur. Svo kíktum við á Sigurlaug og Kjartan sem eru ný búin að eignast litla prinsessu.
kveð að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2009 | 13:52
Helgi framundan...
Hæ,hæ
Jæja nú er bara aftur komin helgi. Sindri átti að fara til pabba síns en verður heima þessa helgina v/veðurs. Ég er nú samt ekki alveg komin í gírinn í ræktinni aftur og stefan að gera eitthvað í þeim málum 2.feb þá verður Dóra vinkona komin heim á krók aftur eftir útlegð f/vestan. Þá verður ekkert elsku mamma það verður sko púlað í ræktinni og ætlum við að vera flottar í sumar.
Af því að það er nú bóndadagur í dag þá ætla ég að bjóða Jóni Bróðir í mat í kvöld. Svo verður væntanlega tekið til og þrifið um helgina og einhver afslöppun líka.
Jæja ekki í stuði að blogga einhver lægð í mér.
kveðja!
Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2009 | 11:11
Mánudagurinn 19.jan 2009
Hæ,hæ
Ég lá gjörsamlega við hliðina á bílnum í morgun, var með labba bílstólinn hans Sindra og skall á götuna þegar ég ætlaði að opna bílhurðina svona flúgandi hálka. Arndís nágranni kallaði hvort væri ekki í lagi með mig..alveg stálslegin.
Er nú hálf raddlaus búin að vera kvefuð og með hálsbólgu og langar nú eiginlega bara í rúmið mitt, frekar þreytt eftir suðurferðina.
jæja best að halda áfram
kveðja! sú þreytta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2009 | 18:35
Hlakka til helgarinnar
Hæ,hæ
Já hlakka til helgarinnar við ætlum að skella okkur í borginna. Það á nú ekki að fara að eyða peningum hef ekkert efni á því. Pabbi er að fara suður og ætlum við að skella okkur með....við hittum örugglega eitthvað skemmtilegt fólk.
Það var nu smá las leiki í gær, vorum heima í gær. En það fóru allir á sína staði í dag. Við erum komin í sveitina til pabba eða á hofsós og er verið að elda kjötsúpu.
Voða ekki stuði að blogga þreytt eftir langan dag í vinnunni það var mikið að gera fáir í vinnu.
Komin matur.
heyrumst síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2009 | 10:29
Óboðin gestur.............
hæ,hæ
Það kom óboðin gestur til mín í gærkveldi þegar ég var komin uppí rúm var nú ekki alveg viss hvað þetta var fyrst en svo heyrði ég trílt inní vegnum og svo heyrði ég aftur í morgun uppá lofti...ég hringdi í pabba um hálf eitt og tjáði honum að væri mýs. Þetta er nú ekki skemmtilegasti gesturinn sem maður fær til sín. En Svavar Meindýraeyðir ætlar að kíkja á mýsnar í dag hlakka til....
Þá er alveg að koma helgarfrí. Við ætlum nú að vera heima og taka niður Jólin um helgina. Sindri er að fara til pabba síns um helgina, það varð einhver ruglingur um jólin.
Jæja ég verð að halda áfram að vinna.
bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2009 | 11:39
Jólin búin í gær
Hæ, hæ
í gær þegar heim var komið fóru allir út í gönguferð, kerran hans Sindra var sótt niðri í kj það var geggjað veður, búið aðeins að snjóa. Sigrún Þóra fór á körfuboltaæfingu og vorum við Sindri að leika okkur á barnaskólalóðinni og fórum við í heimsókn á meðan að sigrún var á æfingu, hún kom svo við löbbuðum svo heim í yndislegu veðri blankalogn. Sindri og Sigrún skemmtu sér vel á leiðinni við komum heim og rendum okkur niður skógargötuna á sleða og engin nennti inn. Nokkrir voru að skjóta upp flugeldum í gærkveldi. Við borðuðum nú engan hátíðsmat í gær það voru fiskibollur.
Í morgun þegar við fórum út var snjórinn farinn og komin 8 stiga hiti ótruglegt veðurfar.
Ætli verðum ekki að taka niður jólin um helgina og farið í kj og tekið til.
Bið að heilsa í bili.
kveðja!
Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2009 | 10:16
Fyrsta bloggið á nýju ári.
Hæ,hæ hafið þið það ekki gott.
Jæja nú er mánudagur 5. janúnar og allir komnir á sína staði í morgun, þetta var frekar erfiður morgun held bara að allir fara snemma að sofa í kvöld. Við Sindri komum seint frá Akureyri í gærkveldi á hofsós. Ég skrapp til rvk um helgina sem var alveg frábær helgi. Sigrún Þóra var í sveitinni hjá afa sínum og var brallað mikið. Sindri hjá pabba sínum.
Á Gamlárskvöld byrjaði nú ekki vel rafmagnið fór um tíma og sumir bæjarbúar fengu ekki rafmagn fyrr en um 21.30. Við vorum svo sem heppin að við fengum rafmang aftur þá átti ég bara eftir að gera sósuna. Jón Oddur bróðir kom og áttum við gott kvöld. Við fórum á brennu og á flugeldasýningu og þekktum við nú ekki marga. Jón Oddur var heima og horfði á innlendu og útlendu fréttirnar. Sigrún fékk svo að halda á blisum og skrapp til Ásgríms vinar síns um kvöldið eftir miðnætti og ég og sindri horfðum út um stofugluggan, það var ekki fræðilegur möguleiki að fara með hann út hann sagði hræddur.
jæja nú ætla ég að halda áfram að vinna.
kveðja!
Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2008 | 15:44
Þá eru jólin að koma bara 1.dagur
Langaði til að óska ykkur Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Takk kærlega fyrir að fylgjast með okkur á blogginu og vona að þú lesandi fylgist með okkur á nýju ári.
Ég á bara hálftíma eftir í vinnunni þá er ég komin í jólafrí. Ég smakkaði smá skötu í hádeginu hjá henni Maríu og var um 30 manns í mat. Það er nú líka skötuveisla hjá Mömmu í kvöld. Við ætlum svo í bæinn ég og Sigrún til að fá svona smá jólastemningu. Sindri er hjá pabba sínum og söknum við hans sárt. En hann kemur annan dag jóla og þá verður smá jól hjá okkur. Ég er samt eitthvað voða andlaus að skrifa. Jólasveinarnir kíkja vonandi til okkar í fyrramáli og færa okkur smá gjafir það er aðfangadagur á morgun ótruglegt en satt og ennþá ekki alveg búin að ákveða fötin en allt orðið hreint og fínt hjá okkur. Kannski að maður geri smá jólate í kvöld ef einhverjir reka inn nefið..
Jæja hafið það sem allra best um jólin.
kveðjur Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær, Mæja kanína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2008 | 09:24
Jól,jól, jól
Bráðum koma blessuð jólin................
Hæ,hæ nú eru bara 5.dagar til jóla.
Það var rosalega flott jólakaffi í vinnunni hjá okkur í gær, svona ekta jóla bröns, Séra Sigríður kom og las upp ljóð eftir Halldór Pétursson og svo stóðu nokkrir upp og byrjuðu að syngja jólalag sem þau voru búin að æfa í tvo daga rosalega flott hjá þeim. Svo voru færðar jólagjafir frá starfsmannafélaginu, fyrst kom umslag og þar var mynd af þeim þremur konum og svo kom pakki frá þeim og máttum við opna og þar var fallegur jólakonfekt diskur, seldist upp í skaffó. Íbúðalánasjóður gaf svo pakka sem verður bara opnaður á aðfangadagskvöld.
Það er svona verið að klára að föndra síðustu jólagjafirnar. Sindri Snær fer á sunnudaginn til pabba síns og kemur aftur til okkar á annan dag jóla. Það hefði verið gaman að hafa hann á aðfangadag en hann verður hjá pabba sínum og systkynum og Ástu en hjá okkur um áramótin. Þetta skiptist svo á næsta ári.
Ég og Sigrún Þóra ætlum að vera hjá mömmu og borða rjúpur. Þóra systir, Orri og Jón Oddur verða líka á Aðfangadag svo það verða svona róglega heita jól þetta árið. Sigrún fær alla athygli frá okkur.
Ég á nú eftir að baka smá og verður það vonandi gert um helgina.
Jæja nú ætla ég að fara að gera eitthvað í vinnunni
Góða helgi!
Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær
Sigrún Þóra var í jólaklippingu í gær og er að fara á jólaball í skólanum og svo á að vera líka litlujól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2008 | 15:21
til að vera alveg öruggur í umferðinni á Selfoss
Hjólið mín félagsmálastofnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)