11.9.2008 | 16:20
Body Pump í gær og smá strengir í dag
Hæ, hæ
Nú er dagurinn senn á enda en ég er að vinna til 16:30 og þá verður farið heim. Voða eitthvað andlaus kannski afþví að það er búið að vera hellirigning og ég gleraugnalaus.
heyrumst síðar.
Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2008 | 10:16
Köttur fastur uppá þaki
Hæ,hæ
Við Sindri fórum í gönguferð eftir vinnu í gær, komum við hjá Bjarna Har alltaf gaman að koma inní þá verslun, það var keyptur harðfiskur af vestan og fengum við okkur smá bita á leiðinni, við komum við hjá Þóreyju konu Dadda frænda. Stoppuðum í þó nokkra stund og gáfum við henni harðfisk. Það voru ræddir gamlir tímar og þar á meðal laun hún hafði 1500 í mánaðalaun og ekki er það miklir peningar í dag. Við ræddum svo um antík grænt sófasett sem var keypt fyrir 50.árum á 5.000 -kr. Og hvað voru margar verslanir í gamlabænum búð við búð eins og hún orðaði það.
Við lentum nú í að bjarga ketti niður af húsþaki í gærdag. Sigrún Þóra var hjá vinkonu sinni uppí Laugatúni þetta eru tveggjahæða húsin(hlöðurnar sem eru kallaðar). Kötturinn var búin að vera þarna lengi , Sigrún var búin að príla uppá skjólvegg en þurfti að hverfa niður, kötturinn vildi ekki koma með henni niður. Hann náðist nú niður eftir að stigi fór upp að húsinu og eigandinn náði í hann. Það var svo helli rigning sem kom þegar kötturinn bjargaðist.
Við fórum svo heim og þar var eldaður steiktur þorskur og borðu allir með mestu lyst, Sigrún las í lestrabókinni og það var farið snemma í háttinn.
Það var svo hjólað í 12.stiga hita í skóla, leikskóla og vinnu. Það verður svo farið í ræktina í dag Body Pump ég get nú alveg viðurkennt að ég er með strengi.
Jæja nú læt ég þetta blaður mitt duga í bili.
kveðja Þorgerður , Sigrún Þóra og Sindri Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.9.2008 | 16:14
hálf blind þessa daganna.
Hæ,hæ
Já ég er hálfblind þessar vikurnar, hann Sindri komst í gleraugun mín og sneri svona hressilega uppá og nú er ég með lömuð gleraugu og píri augun á tölvuskjáinn og finnst ég ekki sjá voða mikið. Ég ætla að reyna að senda þau suður í gleraugnabúðina og sjá hvort væri eitthvað hægt að gera til bráðabr. Svo fer ég suður í byrjun októ á nuddnámskeið.
Ég fór í ræktina í gær í body Pumb það var gaman og erfitt og er með strengi. En mín fór í hádeginu í dag og hlaup í 10.mín og gerði magaæfingar, teygjur líður miklu betur í skrokknum.
Jæja læt þetta duga í bili.
kveðja!
Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2008 | 12:01
Þriðji dagurinn í ræktina í hádeginu!
Hæ, hæ
Hér er blíðskaparveður allaveganna sýnist mér út um gluggann í vinnunni. Það er nú alveg að skella að ég komst i ræktina. Vonandi kemst ég á skíðin(fjölþjálfan) brennslan er meiri þar en á hjólinu finnst mér. Ég ætla að reyna að setja hér Lifstíllssíðu inná blogginu minu sem ég get fylgst meira með sjálfum mér hvað ég borða og svona og kannski gef upp einhverjar uppskriftir.
Það er allt gott að frétta af börnunum, orðaforðinn hjá Sindra Snæ er að aukast mikið. Honum líður vel í Leikskólanum. Sigrún Þóra er á sundnámskeiði nú á daginn og hún er að byrja i Árvist í dag og verður þar 3x í viku og verður vonandi gaman eins og hin árin. Þau eru æðisleg fólkið sem sér um Árvist.
Ég var að nudda í gærkveldi í kjallaranum. Ef þið hafið áhuga að vera tilraunadýr þá endilega látið mig vita. Þið vitið hvar mig er að finna.
Jæja nú ætla ég að drekka meira vatn
kveðja!
Þorgerður.
Sigrún Þóra og Sindri Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.9.2008 | 13:17
Fór í ræktina í hádeginu.
Hæ hæ
Nú maður búin að kaupa sér kort í þreksport og fara núna tvo daga í hádeginu. Vá það er rosalega góð tilfinning að púla og mæta svo aftur í vinnuna. Í dag fór ég á hjól..ekki frá sögufærandi þá er rassinn minn frekar aumur eftir hjólaferðina. En ég setti nú handklæðið á sætið til að geta hjólað annars er það hart. Svo var skyr boost í hádeigismat. vanilluskyr,frosin berjablanda,smá ananas bitar og smá léttmjólk úti.....hmmmmmmmmmmmmmmm rosa gott. Sigrún min kom í þreksport þegar ég var akkurat að búin og fórum í vinnuna þar fékk hún skyr. Svo hjólaði mín heim til vinar síns í gamla bæinn og þau ætluðu svo að verða samferða á sundnámskeiðið.
Jæja nú ætla ég að halda áfram í vinnunni
heyrumst síðar.
Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2008 | 14:47
ræktin!
Fór í ræktina í hádeginu og hljóp í 17.mín á skíðunum sem er kallað, teygði svo vel á. Þetta var bara æði. Svo er bara að halda áfram og kvetja mig.
Verið nú duglega að kvitta.
kveðja!
Þorgerður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2008 | 09:22
Helgarnar alltaf jafn fljótar að klárast...........
Hæ, hæ
Mánudagurinn 1.september.
Og ein önnur helgin á enda. Það var nú gert ýmislegt við vorum nú samt bara heima við. Húsið var tekið í gegn . Já alveg rétt ég tók mér frí eftir vinnu á föstudeginum til að fara í berjamó með Sigrúnu Þóru. Það byrjaði nú ekki vel og þessi hellirigning en svo kom sól og við skelltum okkur í berjamó og tyndum svona 2.lítra Sigrún týndi nú bara uppí sig, spurði svo mömmu sína hvort hún væri ekki til að týna í glas gefa sér, ég helt nú ekki (vond mamma) og sagði að hún gæti bara gert það sjálf. Náðum svo í Sindra og drifum okkur heim. Við fengum næturgest hana Ölmu dóttir Kristínar. Það var voða gaman að hafa hana og er hún alltaf velkomin ef mamma hennar þarf á að halda. Það var útbúin heimalöguð pizza og borðaðist hún rosavel. Við höfðum það nú bara koszý það var litað og horft á dvd myndir.
Sindri Snær er alltaf svo hress um helgar svo hann var vaknaður 6:30 og grýtti gsm mínum í vinstri vangan á mér og er búin að vera frekar aum alla helgina. Ekki veit ég nú afhverju hann gerði það en mín steig nú strax framúr. Við fórum nú fram úr og fengum okkur morgunmat. Sindri fékk að horfa á skrítlu og skoppu í dvd og ég var að hamast við að þrifa hann kom líka að hjálpa en það fóru nú eitthvað á hinn veginn, draslaði nú bara meira til..he,he... Svo vöknuðu stelpurnar og eitt leiddi af öðru. Kristín kom svo með feitan morgunverð út bakaríinu. Við fórum svo röltandi í sund og í skaffó og keyptum smá afmælispakka og fórum við í stráka afmæli og vorum við þar nánast allan daginn. Við fórum svo pakk södd í matarboð til mömmu og fengum okkur smá bita fyrir kurteisis sakir. He.he svo var haldið heim á leið og allir sofnuðu snemma.
Sindri Snær var nú ekki eins morgunglaður á sunnudaginn heldur var vaknað kl.7.30 það er nú bara að sofa út um helgar. Ætli ég hafi ekki þvegið 3-4 vélar í gær morgun. Og tekið til. Maður er alltaf að taka til og þrífa. En stunum sést ekki högg á vatni. Við Sindri fórum svo út og vorum að týna rifsber hjá Orra og svo á skógargötunni. Sindra finnst þetta svo gott svo minn maður fer oft úti í garð og er þar að týna uppí sig. Við fórum uppá sjúkrahús til mömmu í hádegismat hmmmmmmmm það var rosagott. Svo fór litla fjölskyldan í míní golf og ekki byrjaði það vel, Sindri slóg kylfunni í vörinna hjá systur sinni og það blæddi svo við hættum. Sigrún Þóra fór svo að leika við Láru og Hallgerði og var hún nánast þar allan daginn. Við mamma fórum svo í golf og berjatínslu meðan Sindri var hjá Sólveigu frænku sinni.
Það er Sirkus að koma í bæinn í dag og er mikil eftirvætting.
Það fóru allir á sína staði í morgun, Sigrún fór í skólann og Sindri fór í leikskólann og eru aðrir krakkar að byrja í aðlögun og þar á meðal Gabríel og Klara sem Sindri þekkir vel. Það verður örugglega gaman í vetur. Og ég í vinnunna.
Jæja nú er það ræktin, og stefnan er að taka hálftíma í hádeginu í dag, svo sigrún á að hitta mig í þreksport í hádeginu. Ég fór í fitumælingu fyrir helgina. Stefnan verður að labba uppá Molduxa á laugard 6.sept.
Jæja ég ætla að láta þetta blaður mitt duga í bili.
Kveðja!
Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 14:14
Silfurvélin á leið til Íslands
hæ, hæ
Áætluð lending er hálf fjögur. Var að lesa blöðin á netinu.
Ætli það verði ekki farið í berjamó í dag. Gott veður.
kveðja!
Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2008 | 15:25
???
<???
Bloggar | Breytt 27.8.2008 kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 10:20
Mánudagurinn 25.ágúst
Jæja þá er ein helgin búin og vikan að byrja.
Það var mikið gert um helgina. Tiltekt, hreinsun í kjallaranum mikið hent og farið með í rauða krossinn og gefin föt. Ég ætla að reyna að gera hann kosý fyrir nýjasta áhugamálið. Ef þið eigið gervilauf í haustlitum þarf að vera svona hangandi saman, má líka vera grænt á litin ef þið viljið losna við endilega látið mig vita.
Við fórum og náðum okkur í rabbabara yfir á Vatnsleysu til Arndísar vinkonu, fórum svo heim og skárum niður í bita settum í poka og í frysti. Voða gott að eiga í pæ. Svo var farið og náð í smá rifsber og svo var farið uppí skógræktina hér fyrir ofan vatnshúsið og náð í ber það var allt blátt svo það verður farið aftur þangað. Svo var nú bara gert það venjulega brotið saman þvott, og tillekt en við enduðum daginn og fengum okkur pizzu. (löt að elda) og svo var farið snemma í háttinn.
Það var vaknað frekar seint í morgun. Það er svo típískt þegar er virkir dagar þá getur Sindri sofið út en svo þegar er helgin þá er hann vaknaður fyrir allar aldir kl:6 svo við vorum frekar seint á fótaferð en við vorum nú komin út um 8 og allir fóru á sýna staði. Sigrún í skólann, Sindri Snær á leikskólann og ég í vinnunna. Það er skíta veður úti. Rigning.
jæja nú læt ég þetta duga í dag.
kveðja!
Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)