Grjónavöfflur í sunnudagskaffinu í gær.!!!!!

Já mér dettur ýmislegt í hug átti rest af grjónagraut og bjó til vöffludeig og það smakkaðist rosa vel af sögn krakkana sem voru í kaffinu hjá  mér. Fórum við svo í körfubolta eftir kaffið í leik sem heitir Asni og var Sindri í pollunum á meðan.

Ég bauð Jón Oddi bróði í sunnudagssteikina í hádeginu og það var lambalæri með brúnuðum kartöflum og brún sósa en gleymdist víst að hugsa fyrir eftirrétti. Amma heitin væri ekki ánægð með mig ef hún hafði komið í mat..he,he það var alltaf eftirréttur á hennar borðum.

Það var verið að taka til og þrífa um helgina og ég var að þvo niður fjallið sem var komin í þvottahúsið. Við erum að fara til eyja um páskanna. Leggjum í hann á morgun eftir vinnu til Rvk og fljúgum við út á miðvikudagsmorguninn brottför 08:15

kveð að þessu sinni.

Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ ég verð að prófa svona grjónavöfflur... hlýtur að vera rosalega gott. Endilega hentu inn uppskrift.

kv, frá kvef og hóst ehf. 

Ásta Kristín (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband