Sushi í gærkveldi

hæ, hæ

Ég fór á nudd námskeiðið í gærkveldi rosa gaman kem alveg endurnærð, hlakka til að bjóða vinum og kunningjum í kjallarann. 

 Endaði á því að fara með Þóru systir út að borða í gærkveldi. Fórum á sushí viðkenni nú að það var  örðuvísi...eitthvað sem mér myndi nú ekki detta í hug að fara á. Við sestum á langt borð með barstólum og þar sat fólk með prjóna og fullt af diskum í allskonar litum búin að raða tómum diskum í raðir,  og var að tína af færibandi..svolítið furulegt. En við fórum að tína af færibandinu og tókum við eitt disk og þar var eitthvað með krabbakjöti og það var ekki að virka á mig..fékk þungan andadrátt það er nú víst eitthvað ofnæmisviðbrögð svo smakkaði ég aðra rétti og þeir voru nú bara góðir. Gaman að hafa smakkað öðruvísi. Takk Þóra mín sem er öruggleg komin til kanarý með hvítvínsglas í hendi og komin við sundlaugina hún að vera í viku með single konum, en hún er nú víst ekki lengur single.

Ég fer vonandi norður í kvöld eftir nuddnámskeiðið en fer auðvitað eftir spánni. Auðvitað fer ég varlega og ekki að ana úti neitt.  Er nú búin að hafa það rosalega gott hjá Ástu vinkonu, Takk fyrir að vera þú og taka mér inná heimilið þitt þessa daganna. Það verður örugglega tómlegt hjá þér fyrstu daganna.

Gerði svo hollustu nammi heima í gærkveldi hjá ástu vinkonu og fór með í borgartúnið í morgun og sló þetta nammi í gegn. jæja kveð að þessu sinni hafðið það sem allra best.

 

kveðja! Þorgerður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er nú svolítið tómlegt eftir að þú ert farin. En þetta venst nú aftur. Gangi þér vel á leiðinni norður.

Ásta Kristín (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband